Viðskipti innlent

Mikill vöxtur gengisbundinna lán

Gengisbundin lán til heimila í landinu hafa vaxið með ógnarhraða síðastliðin tvö ár og er nú svo komið að erlend fjármögnun til bílakaupa er orðin ein af vinsælustu aðferðunum til að eignast nýjan bíl. Sömuleiðis hafa erlend lán til húsnæðiskaupa rutt sér til rúms, segja fjármálasérfræðingar KB banka. Þeir benda á að núverandi vöruskiptahalli gefi ekki tilefni til að krónan haldist jafn sterk og hún er núna til lengri tíma litið. Ef hún lækki standi heimilin berskjölduð gegn því að erlend lán þeirra og afborganir hækki án þess að þau fái rönd við reist, því tekjurnar séu áfram í krónum. Þegar gengi krónunnar náði síðast hámarki árin 1999-2000 stóð það hámark aðeins í eitt ár og þá brást almenningur ekki við með lántökum í erlendri mynt. Hágengi krónunnar nú hefur staðið frá ársbyrjun 2003 til dagsins í dag, eða bráðum helmingi lengur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×