Birgitta Haukdal og besta vinkonan 24. nóvember 2004 00:01 "Ég á margar aðrar góðar vinkonur úti á landi sem ég hitti ekki eins oft en Steinunn er ein af mínum bestu vinkonum. Þrátt fyrir að vera mjög ólíkar eigum við margt sameiginlegt og ég held að við séum mjög líkar í hjartanu. Við gerum allt saman og hlæjum oft af því hvað við hugsum eins. Það er æðislegt að fara að versla með henni, við erum með svo líkan smekk. Ef hún kaupir eitthvað þá fíla ég það alltaf líka og svo öfugt enda erum við duglegar að lána hvorri annarri fötin okkar." Birgitta segir Steinunni góða og trausta vinkonu. "Hún er vinur vina sinna, rosalega ljúf og indæl. Hún er ein af þeim sem á erfitt með að segja nei, það er hennar galli. Hún getur hleypt of mörgum inn á sig enda er hún virkilega hjartahlý auk þess sem hún er með bein í nefinu og eitthvað í kollinum." Birgitta segist vonast til þess að þær haldi vinskapnum sem lengst. "Það stefnir allt í það. Þegar maður eignast góða vini þá á maður þá alla ævi og hún er búin að stimpla sig inn í mitt hjarta, mér þykir mjög vænt um þessa stelpu," segir Birgitta og bætir við að þær rífist afar sjaldan. "Við rífumst ekki en við erum hins vegar ekki alltaf sammála. Við fáum ráð hjá hvorri annarri og tökum virkilegt mark á hvorri annarri." Tímaritið Magasín fylgir DV í dag. Þar er ítarlegt viðtal við Birgittu og Ragnhildi Steinunni um vinskapinn auk þess sem rætt er við Dóru Takefúsa, Ragnhildi Gísladóttur og Ragnheiði Guðfinnu um bestu vinkonur þeirra. Menning Tilveran Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég á margar aðrar góðar vinkonur úti á landi sem ég hitti ekki eins oft en Steinunn er ein af mínum bestu vinkonum. Þrátt fyrir að vera mjög ólíkar eigum við margt sameiginlegt og ég held að við séum mjög líkar í hjartanu. Við gerum allt saman og hlæjum oft af því hvað við hugsum eins. Það er æðislegt að fara að versla með henni, við erum með svo líkan smekk. Ef hún kaupir eitthvað þá fíla ég það alltaf líka og svo öfugt enda erum við duglegar að lána hvorri annarri fötin okkar." Birgitta segir Steinunni góða og trausta vinkonu. "Hún er vinur vina sinna, rosalega ljúf og indæl. Hún er ein af þeim sem á erfitt með að segja nei, það er hennar galli. Hún getur hleypt of mörgum inn á sig enda er hún virkilega hjartahlý auk þess sem hún er með bein í nefinu og eitthvað í kollinum." Birgitta segist vonast til þess að þær haldi vinskapnum sem lengst. "Það stefnir allt í það. Þegar maður eignast góða vini þá á maður þá alla ævi og hún er búin að stimpla sig inn í mitt hjarta, mér þykir mjög vænt um þessa stelpu," segir Birgitta og bætir við að þær rífist afar sjaldan. "Við rífumst ekki en við erum hins vegar ekki alltaf sammála. Við fáum ráð hjá hvorri annarri og tökum virkilegt mark á hvorri annarri." Tímaritið Magasín fylgir DV í dag. Þar er ítarlegt viðtal við Birgittu og Ragnhildi Steinunni um vinskapinn auk þess sem rætt er við Dóru Takefúsa, Ragnhildi Gísladóttur og Ragnheiði Guðfinnu um bestu vinkonur þeirra.
Menning Tilveran Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira