Viðskipti innlent

Vikuveltan 4,4 milljarðar

Íbúðarlán bankanna virðist hafa kynnt all hressilega undir fasteignamarkaðinn en veltan í viðskiptinum með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur stóraukist. Samkvæmt morgunkorni greiningar Íslandsbanka var vikuveltan komin í 4,4 milljarða króna um miðjan mánuðinn en var um þrír milljarðar í lok ágúst. Í óðagotinu hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað ört. Meðalfermetraverð á íbúðarhúsnæði í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað um tæp 8% frá því í ágúst og er 153 þúsund krónur, sem er sögulegt hámark, en einhverjir kaupendur eru þó eflaust drifnir áfram af væntingum um að verðið hækki enn frekar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×