Jólaþorp í Hafnarfirði 27. nóvember 2004 00:01 Jólastemmning réð ríkjum í Hafnarfirði í dag þegar jólaþorpið þar var opnað. Hefðbundinn, evrópskur jólamarkaður verður í miðbænum allar helgar fram að jólum. Í tuttugu litlum tréhúsum er seldur ýmiskonar jólavarningur, gjafavörur frá Karmelsystrum, pólskt jólaskraut, íslenskt handverk og fjöldamargt fleira. Fyrirmyndin er sótt til þýskra jólamarkaða, sem settir eru upp í hverjum bæ og þorpi í desembermánuði og eru stór hluti þýskrar jólahefðar. Þó að jólamarkaður Hafnfirðinga sé mun minni en þeir markaðir, svífur sami andinn yfir vötnum. Jólaskreytingar eru hátt og lágt og jólaljós úti um allt. Í dag voru líka tendruð ljósin á jólatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar, Fredriksberg, og jólasveinarnir mættu ásamt ættingjum til að skemmta og skelfa börnin í bland. Markaðurinn verður opinn frá hádegi til klukkan sex helgarnar fram að jólum. Jól Lífið Mest lesið Kjöt í stað jólakorta Jól Baggalútur útskýrir jólasiðina Jól Girnilegir eftirréttir Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ljós dempuð í kirkjunni Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Karlar í nærbuxum Jól Er enn að skapa eigin hefðir Jól Amma Dagmar brýst fram í desember Jól
Jólastemmning réð ríkjum í Hafnarfirði í dag þegar jólaþorpið þar var opnað. Hefðbundinn, evrópskur jólamarkaður verður í miðbænum allar helgar fram að jólum. Í tuttugu litlum tréhúsum er seldur ýmiskonar jólavarningur, gjafavörur frá Karmelsystrum, pólskt jólaskraut, íslenskt handverk og fjöldamargt fleira. Fyrirmyndin er sótt til þýskra jólamarkaða, sem settir eru upp í hverjum bæ og þorpi í desembermánuði og eru stór hluti þýskrar jólahefðar. Þó að jólamarkaður Hafnfirðinga sé mun minni en þeir markaðir, svífur sami andinn yfir vötnum. Jólaskreytingar eru hátt og lágt og jólaljós úti um allt. Í dag voru líka tendruð ljósin á jólatrénu frá vinabæ Hafnarfjarðar, Fredriksberg, og jólasveinarnir mættu ásamt ættingjum til að skemmta og skelfa börnin í bland. Markaðurinn verður opinn frá hádegi til klukkan sex helgarnar fram að jólum.
Jól Lífið Mest lesið Kjöt í stað jólakorta Jól Baggalútur útskýrir jólasiðina Jól Girnilegir eftirréttir Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Ljós dempuð í kirkjunni Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Karlar í nærbuxum Jól Er enn að skapa eigin hefðir Jól Amma Dagmar brýst fram í desember Jól