Býður margfaldan hraða 1. desember 2004 00:01 Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins. Tækni Viðskipti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins.
Tækni Viðskipti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira