Jólaföndur í Vesturbæjarskólanum 2. desember 2004 00:01 Mikil jólastemning var á hinu árlega jólaföndri Vesturbæjarskóla þegar allir sem vettlingi gátu valdið mættu í góðu jólaskapi. Börnin máluðu á fallegar jólakúlur af mikilli natni og héldu uppi góðum anda með því að skemmta sjálfum sér og öðrum. Krakkarnir í sjöunda bekk voru með kaffisölu á staðnum þar sem þau smurðu brauð, hituðu kakó og seldu gegn vægu verði. Nokkrir drengir í sjöunda bekk seldu heimatilbúin kerti svo eitthvað sé nefnt en nóg var um að vera í skólanum. Krakkarnir hlakka auðvitað flestir mikið til jólanna og bjartsýni og góða jólaskapið tók völdin á jólaföndrinu þrátt fyrir nokkuð stormasaman skólavetur. Einbeitingin skín úr augum Söru, Kristínar Unu og Arons.Þórhildur Dagbjört var mjög stolt af jólakúlunni sinni.Jólakúlurnar sem krakkarnir föndruðu voru ekki af verri endanum og sóma sér vel á jólatrénu. Fleiri Jól Mest lesið Aðventustund í eldhúsinu Jól Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 18. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Rokkurinn suðar Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól
Mikil jólastemning var á hinu árlega jólaföndri Vesturbæjarskóla þegar allir sem vettlingi gátu valdið mættu í góðu jólaskapi. Börnin máluðu á fallegar jólakúlur af mikilli natni og héldu uppi góðum anda með því að skemmta sjálfum sér og öðrum. Krakkarnir í sjöunda bekk voru með kaffisölu á staðnum þar sem þau smurðu brauð, hituðu kakó og seldu gegn vægu verði. Nokkrir drengir í sjöunda bekk seldu heimatilbúin kerti svo eitthvað sé nefnt en nóg var um að vera í skólanum. Krakkarnir hlakka auðvitað flestir mikið til jólanna og bjartsýni og góða jólaskapið tók völdin á jólaföndrinu þrátt fyrir nokkuð stormasaman skólavetur. Einbeitingin skín úr augum Söru, Kristínar Unu og Arons.Þórhildur Dagbjört var mjög stolt af jólakúlunni sinni.Jólakúlurnar sem krakkarnir föndruðu voru ekki af verri endanum og sóma sér vel á jólatrénu. Fleiri
Jól Mest lesið Aðventustund í eldhúsinu Jól Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 18. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Rokkurinn suðar Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól