Amma Dagmar brýst fram í desember 8. desember 2004 00:01 Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur er ein af þeim sem tekur aðventuna með trompi og nýtur hverrar mínútu. "Ég þarf svolítið að sitja á mér að verða ekki einhver jólabrjálæðingur," segir hún og viðurkennir að í fyrra hafi hún skreytt jólatréð um miðjan desember. "Ég gafst upp á að vera með lifandi tré og keypti mér ekta gervitré, sem ég stóðst svo ekki að skreyta. En þetta kemur líka til af því að unglingurinn minn fer alltaf til útlanda á annan í jólum með skíðafélaginu sínu. Svo finnst mér bara að jólin þurfi að standa í minnst fjórar vikur." Kristín Helga segist ekki eiga langt að sækja jóladelluna því amma hennar, Dagmar, hélt alltaf jól með miklum glæsibrag. "Hún kom með danskar jólahefðir með sér heim úr dönskum húsmæðraskóla. Á heimili hennar og afa á Teigunum voru þrjár stórar stofur og í byrjun desember var þeim læst og svo dvaldi amma þar meira og minna allan desember við skreytingar. Í svuntunni sinni geymdi hún stóran lyklahring og passaði að enginn kæmist inn í dýrðina. Á aðfangadag var svo frumsýning og stofurnar voru eins og tívolí á góðum degi," segir Kristín Helga. "Við konur í ættinni höfum svo komist að því að innra með okkur býr amma sem brýst út með mismunandi hætti fyrir jólin." Uppáhaldsskraut Kristínar Helgu eru englar sem stelpurnar hennar bjuggu til í leikskólanum. "Það skraut sem stelpurnar mínar hafa búið til stendur alltaf hjartanu næst og englarnir skipa heiðurssess á orgelinu. Þeir flögra um húsið um nætur á sínum álvængjum þegar við sofum. Litlu kertakarlarnir eru af heimili ömmu minnar. Ætli þeir séu ekki orðnir svona fertugir að minnsta kosti og ég man ekki eftir jólum án þeirra. Kristín Helga og dæturnar leggja ekki mikið upp úr bakstri í desember en kaupa deig og skella í ofn, aðallega til að fá lyktina. "Hér er lítið sem ekkert bakað fyrir jólin. Þegar það þyrmir yfir mig og mér finnst ég þurfa að baka sjö sortir, lagkökur og laufabrauð þá leggst ég bara fyrir í fimm mínútur, dreg andann djúpt og þetta líður hjá eins og léttur höfuðverkur. Svo kaupum við mægður piparkökur og skreytum, hengjum þær í gylltan vír og skreytum mandarínur með negulnöglum og kanilstöngum og þær fara líka á vírinn og úr verða okkar árlegu eldhúsjólagardínur sem eru ætar að auki. Milli þess sem Kristín Helga nýtur jólaljósanna heima fyrir er hún á ferð og flugi að lesa upp úr nýrri bók sinni Fíusól í fínum málum. "Þetta eru sögur hversdagsins um sjö ára stelpu í ósköp venjulegu úthverfi. Kannski eru þetta sögur af því hve hversdagslegir atburðir geta orðið stórvægilegir. Þarna eru uppákomur sem við þekkjum öll, sem virðast oft óyfirstíganlegar meðan á þeim stendur en eru svo lærdómsríkar og kannski bara skemmtilegar eftir á." Skreyttar piparkökur í eldhúsglugganum auka enn á jólastemmninguna. Jól Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur er ein af þeim sem tekur aðventuna með trompi og nýtur hverrar mínútu. "Ég þarf svolítið að sitja á mér að verða ekki einhver jólabrjálæðingur," segir hún og viðurkennir að í fyrra hafi hún skreytt jólatréð um miðjan desember. "Ég gafst upp á að vera með lifandi tré og keypti mér ekta gervitré, sem ég stóðst svo ekki að skreyta. En þetta kemur líka til af því að unglingurinn minn fer alltaf til útlanda á annan í jólum með skíðafélaginu sínu. Svo finnst mér bara að jólin þurfi að standa í minnst fjórar vikur." Kristín Helga segist ekki eiga langt að sækja jóladelluna því amma hennar, Dagmar, hélt alltaf jól með miklum glæsibrag. "Hún kom með danskar jólahefðir með sér heim úr dönskum húsmæðraskóla. Á heimili hennar og afa á Teigunum voru þrjár stórar stofur og í byrjun desember var þeim læst og svo dvaldi amma þar meira og minna allan desember við skreytingar. Í svuntunni sinni geymdi hún stóran lyklahring og passaði að enginn kæmist inn í dýrðina. Á aðfangadag var svo frumsýning og stofurnar voru eins og tívolí á góðum degi," segir Kristín Helga. "Við konur í ættinni höfum svo komist að því að innra með okkur býr amma sem brýst út með mismunandi hætti fyrir jólin." Uppáhaldsskraut Kristínar Helgu eru englar sem stelpurnar hennar bjuggu til í leikskólanum. "Það skraut sem stelpurnar mínar hafa búið til stendur alltaf hjartanu næst og englarnir skipa heiðurssess á orgelinu. Þeir flögra um húsið um nætur á sínum álvængjum þegar við sofum. Litlu kertakarlarnir eru af heimili ömmu minnar. Ætli þeir séu ekki orðnir svona fertugir að minnsta kosti og ég man ekki eftir jólum án þeirra. Kristín Helga og dæturnar leggja ekki mikið upp úr bakstri í desember en kaupa deig og skella í ofn, aðallega til að fá lyktina. "Hér er lítið sem ekkert bakað fyrir jólin. Þegar það þyrmir yfir mig og mér finnst ég þurfa að baka sjö sortir, lagkökur og laufabrauð þá leggst ég bara fyrir í fimm mínútur, dreg andann djúpt og þetta líður hjá eins og léttur höfuðverkur. Svo kaupum við mægður piparkökur og skreytum, hengjum þær í gylltan vír og skreytum mandarínur með negulnöglum og kanilstöngum og þær fara líka á vírinn og úr verða okkar árlegu eldhúsjólagardínur sem eru ætar að auki. Milli þess sem Kristín Helga nýtur jólaljósanna heima fyrir er hún á ferð og flugi að lesa upp úr nýrri bók sinni Fíusól í fínum málum. "Þetta eru sögur hversdagsins um sjö ára stelpu í ósköp venjulegu úthverfi. Kannski eru þetta sögur af því hve hversdagslegir atburðir geta orðið stórvægilegir. Þarna eru uppákomur sem við þekkjum öll, sem virðast oft óyfirstíganlegar meðan á þeim stendur en eru svo lærdómsríkar og kannski bara skemmtilegar eftir á." Skreyttar piparkökur í eldhúsglugganum auka enn á jólastemmninguna.
Jól Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Magni: Gömul jólalög kveikja í mér Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólin magnað ritúal Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 3. desember Jól Ég sá mömmu kyssa jólasvein Jól