Mótmæla hækkun skráningargjalda 9. desember 2004 00:01 Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag. Í yfirlýsingum nemenda segir að ef frumvarpið verði samþykkt þýði það fjörutíu prósenta hækkun á skráningargjöldum sem hafi þá hækkað um áttatíu prósent á fjórum árum. Í krónum talið hækka gjöldin um 13.500 krónur, eða úr 32.500 krónum upp í 45.000 krónur. Nemendur við ríkisháskólana standa nú fyrir undirskrifasöfnun til þess að mótmæla þessari hækkun. Í heilsíðuauglýsingu sem birtist í dagblöðum í dag er Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar Alþingis, sérstaklega ávörpuð. Birt er mynd af þingkonunni og sagt að það velti á henni hvort hækkunin verði samþykkt. Nemendafélögin spyrja hvort henni renni ekki blóðið til skyldunnar sem fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Dagný er hvött til þess að greiða atkvæði gegn hækkuninni og fá aðra þingmenn til þess að gera slíkt hið sama. Ekki náðist í Dagnýju fyrir fréttir en samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar hún að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Nemendafélög ríkisháskólanna hafa sent frá sér ályktanir og verið með heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til þess að mótmæla því að skráningargjöld í skólunum verði hækkuð um 13.500 krónur. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis og verður það tekið til atkvæðagreiðslu klukkan hálftvö í dag. Í yfirlýsingum nemenda segir að ef frumvarpið verði samþykkt þýði það fjörutíu prósenta hækkun á skráningargjöldum sem hafi þá hækkað um áttatíu prósent á fjórum árum. Í krónum talið hækka gjöldin um 13.500 krónur, eða úr 32.500 krónum upp í 45.000 krónur. Nemendur við ríkisháskólana standa nú fyrir undirskrifasöfnun til þess að mótmæla þessari hækkun. Í heilsíðuauglýsingu sem birtist í dagblöðum í dag er Dagný Jónsdóttir, varaformaður menntamálanefndar Alþingis, sérstaklega ávörpuð. Birt er mynd af þingkonunni og sagt að það velti á henni hvort hækkunin verði samþykkt. Nemendafélögin spyrja hvort henni renni ekki blóðið til skyldunnar sem fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Dagný er hvött til þess að greiða atkvæði gegn hækkuninni og fá aðra þingmenn til þess að gera slíkt hið sama. Ekki náðist í Dagnýju fyrir fréttir en samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar hún að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira