Amazing Race á Íslandi 9. desember 2004 00:01 Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi. Innlent Menning Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi.
Innlent Menning Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira