Grænir og vænir 10. desember 2004 00:01 Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma hingað til lands. Toyota Prius Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir enginn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagnsmótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll mengar eins lítið og Toyota Prius. Honda Civic 1.3 Ima Executive Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og rafmagnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og takmarkar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótornum notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig. Peugeot 407 Peugeot 407 er sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er tiltölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sérstaka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári. Ford Focus C-Max C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af farangri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu. Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss. Smart Pure Fortwoo Coupe Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus, sem skilar sér í lágu verði. Honda Civic 1.3 Ima ExecutivePeugeot 407Ford Focus C-MaxSmart Pure Fortwoo Coupe Bílar Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma hingað til lands. Toyota Prius Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir enginn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagnsmótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll mengar eins lítið og Toyota Prius. Honda Civic 1.3 Ima Executive Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og rafmagnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og takmarkar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótornum notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig. Peugeot 407 Peugeot 407 er sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er tiltölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sérstaka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári. Ford Focus C-Max C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af farangri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu. Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss. Smart Pure Fortwoo Coupe Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus, sem skilar sér í lágu verði. Honda Civic 1.3 Ima ExecutivePeugeot 407Ford Focus C-MaxSmart Pure Fortwoo Coupe
Bílar Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira