Kauphöllinni boðið í OMX 15. desember 2004 00:01 Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi. Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi.
Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira