Jólaland og verslun í bakgarði 20. desember 2004 00:01 Í litlu bakhúsi við Grundarstíginn er lítið ævintýraland þar sem Litla jólabúðin stendur. Aðkoman er með eindæmum skemmtileg og er vísir að því sem bíður manns inni í litlu versluninni. Þegar gengið er inn grípur maður andann á lofti því í þessu litla rými er heill heimur af dásamlegu jólaskrauti víðs vegar að úr veröldinni. Anne Helen Lindsay, eigandi verslunarinnar, tekur vel á móti viðskiptavinum og veitir persónulega þjónustu og leiðir þá í gegnum litla jólafrumskóginn. Þar getur að líta handmálaðar glerkúlur frá Rússlandi ásamt heilum her af babúskum, handmálað skraut frá Indlandi og syngjandi jólakort svo fátt eitt sé nefnt. Anne Helen segist fá til sín viðskiptavini allt árið en þó mest yfir ferðamannatímann og þá stillir hún fram öllu íslenska handgerða skrautinu og eru litlir rauðir víkingar skornir úr tré eftir Dúu á Akureyri meðal vinsælasta skrautsins ásamt jólakettinum. Sérstaða verslunarinnar er ekki aðeins fólgin í einstakri staðsetningu heldur einnig stórgóðu úrvali af jólavörum sem hvergi fást annars staðar, auk þess sem Anne Helen hefur útbúið litla tilbúna jólapakka sem hægt er að fá fyrir lítið. Íslenskir karlar úr þæfðri ull. eftir Kötu. kr. 1.300 stk.GVAJólasveinar úr þæfðri ull. eftir Kötu. kr. 1.300 stk.GVALitlar tréfígúrur á jólatréð. eftir Dúu kr. 950 stk.GVAÖrsmá laufabrauð úr pappa. eftir Hrönn kr. 450 stk.GVAAðkoman að Litlu jólabúðinni er ævintýraleg.GVAJólakort í þrívídd. Kr. 500GVA Jól Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Bessastaðakökur Jól Frumsýning á jólamynd Jól Fögur er foldin Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Aðventudagskrá í Garðabæ Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól
Í litlu bakhúsi við Grundarstíginn er lítið ævintýraland þar sem Litla jólabúðin stendur. Aðkoman er með eindæmum skemmtileg og er vísir að því sem bíður manns inni í litlu versluninni. Þegar gengið er inn grípur maður andann á lofti því í þessu litla rými er heill heimur af dásamlegu jólaskrauti víðs vegar að úr veröldinni. Anne Helen Lindsay, eigandi verslunarinnar, tekur vel á móti viðskiptavinum og veitir persónulega þjónustu og leiðir þá í gegnum litla jólafrumskóginn. Þar getur að líta handmálaðar glerkúlur frá Rússlandi ásamt heilum her af babúskum, handmálað skraut frá Indlandi og syngjandi jólakort svo fátt eitt sé nefnt. Anne Helen segist fá til sín viðskiptavini allt árið en þó mest yfir ferðamannatímann og þá stillir hún fram öllu íslenska handgerða skrautinu og eru litlir rauðir víkingar skornir úr tré eftir Dúu á Akureyri meðal vinsælasta skrautsins ásamt jólakettinum. Sérstaða verslunarinnar er ekki aðeins fólgin í einstakri staðsetningu heldur einnig stórgóðu úrvali af jólavörum sem hvergi fást annars staðar, auk þess sem Anne Helen hefur útbúið litla tilbúna jólapakka sem hægt er að fá fyrir lítið. Íslenskir karlar úr þæfðri ull. eftir Kötu. kr. 1.300 stk.GVAJólasveinar úr þæfðri ull. eftir Kötu. kr. 1.300 stk.GVALitlar tréfígúrur á jólatréð. eftir Dúu kr. 950 stk.GVAÖrsmá laufabrauð úr pappa. eftir Hrönn kr. 450 stk.GVAAðkoman að Litlu jólabúðinni er ævintýraleg.GVAJólakort í þrívídd. Kr. 500GVA
Jól Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól Vandræðalega mikið jólabarn Jól Bessastaðakökur Jól Frumsýning á jólamynd Jól Fögur er foldin Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Aðventudagskrá í Garðabæ Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól