Hvít jól um allt land 20. desember 2004 00:01 "Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
"Spár hafa hægt og sígandi verið að styrkjast í þá átt að það verði hvít jól um allt land og vindur í sæmilegu lágmarki," segir Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur, eða Siggi stormur eins og hann er oft uppnefndur. Sigurður segir að eftir skammvinn hlýindi í dag muni snöggkólna og það megi búast við fimbulkulda á Þorláksmessu. "Frostið verður sennilega á bilinu tíu til tuttugu stig, kaldast austur á fjörðum og inn til landsins en ætli við megum ekki glíma við tíu til tólf stiga frost hér í bænum." Sigurður segir að á aðfangadagskvöld sé jafnvel von á fallegum jólasnjó um allt land og hann muni halda sér fram á annan í jólum þegar það hlýnar aftur. "Þá verður reyndar frost fyrir norðan en frostlaust með suðurströndinni." Séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, fagnar spánni og finnst það hátíðlegt þegar hvít þekja er yfir jörðu á jólunum. "Það snjóaði til dæmis um daginn og ég var að horfa á trén út um gluggann og þau voru óskaplega falleg. Ég held að Ameríkaninn myndi gera mikið til að fá svona "White Christmas" eins og segir í laginu." Vigfús segir að gott veður á jólunum sé ekki alltaf komið undir veðurguðunum. "Það er alltaf gott veður á jólunum sama hvernig viðrar því það er gott veður í lundinni. Fyrir mér koma jólin alltaf þegar kórinn gengur inn á kirkjugólfið í Grafarvogskirkju með kertaljós og syngur Sjá himins opnast hlið. Þá er maður búinn að gleyma hvort það er hvít jörð eða rauð." Séra Vigfús telur að veðurfarið hafi ekki mikil áhrif á kirkjusókn um jólin. "Ég man þegar ég var prestur á Siglufirði og það var slíkt fárviðri að maður kom varla auga á kirkjuna á leið til hennar, en hún var engu að síður full af fólki. Það er alltaf þéttsetið í kirkju á jólum sama hvernig viðrar." VEÐRIÐ UM JÓLIN. Veðrið klukkan 18 á aðfangadag á nokkrum stöðum um landið undanfarin fjögur ár.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira