Sameinast um hlífðargleraugu 26. desember 2004 00:01 21 þúsund börnum og unglingum á aldrinum 10 til 15 ára verða send heim "flugeldagleraugu" í boði Blindrafélagsins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar núna fyrir áramót. Fyrstu gleraugun voru afhent með viðhöfn í Skógarhlíð í Reykjavík á annan í jólum og skotið upp nokkrum flugeldum. Í tilkynningu Landsbjargar kemur fram að einnig hafi verið á staðnum systkini sem upplifðu að flugeldagleraugu björguðu augum annars þeirra um áramót og deildu þau reynslu sinni með gestum. Áramótin 2000/2001 hófu Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg samstarf til að fækka augnslysum sem áður voru algeng um áramót. Frá þeim tíma hafa verið gefin hlífðargleraugu til barna og unglinga sem samkvæmt tölum slysadeilda hafa verið í mestri hættu að verða fyrir augnslysum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vonast til þess að með því að vekja athygli á varnargleraugunum með þessum hætti í upphafi flugeldavertíðarinnar sé vonast til að ná til allra, bæði ungra sem aldinna, áður en meðhöndlun flugelda hefst um sjálf áramótin. Innlent Jól Menning Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Svona gerirðu graflax Jól
21 þúsund börnum og unglingum á aldrinum 10 til 15 ára verða send heim "flugeldagleraugu" í boði Blindrafélagsins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar núna fyrir áramót. Fyrstu gleraugun voru afhent með viðhöfn í Skógarhlíð í Reykjavík á annan í jólum og skotið upp nokkrum flugeldum. Í tilkynningu Landsbjargar kemur fram að einnig hafi verið á staðnum systkini sem upplifðu að flugeldagleraugu björguðu augum annars þeirra um áramót og deildu þau reynslu sinni með gestum. Áramótin 2000/2001 hófu Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg samstarf til að fækka augnslysum sem áður voru algeng um áramót. Frá þeim tíma hafa verið gefin hlífðargleraugu til barna og unglinga sem samkvæmt tölum slysadeilda hafa verið í mestri hættu að verða fyrir augnslysum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vonast til þess að með því að vekja athygli á varnargleraugunum með þessum hætti í upphafi flugeldavertíðarinnar sé vonast til að ná til allra, bæði ungra sem aldinna, áður en meðhöndlun flugelda hefst um sjálf áramótin.
Innlent Jól Menning Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Nótur fyrir píanó Jól Rjúpa líka í forrétt Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Á jólunum er gleði og gaman Jól Svona gerirðu graflax Jól