Betra að hafa herbergið þrifalegt 29. desember 2004 00:01 Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær." Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær."
Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira