Flugprófið í höfn á undan bílprófi 29. desember 2004 00:01 "Ég er á leið í Flugskóla í Oxford eftir áramót og reikna með að námið taki tæpt ár og svo geta prófin sjálf tekið hátt í ár í viðbót," segir Hildur Kristín, sem lauk einkaflugmannsprófi meðfram stúdentsprófi fyrir ári. Sólóprófinu lauk hún hins vegar þegar hún var nýorðin sextán ára. "Ég var með sólópróf á litla flugvél löngu áður en ég fékk bílprófið," segir hún hlæjandi. Hildur Kristín segir að konur sæki í auknum mæli í flugnám, sem sé auðvitað hið besta mál. "Ég hef nú ekki tölur yfir hvað við erum margar, en okkur fjölgar." Það má heita merkilegt að stelpan sem er með einkaflugmannspróf og stefnir nú í atvinnuflugmanninn finnur stundum fyrir flughræðslu. "Það gerðist eiginlega ekki fyrr en eftir að ég byrjaði í náminu," segir hún. "Það eru allskonar hljóð í vélunum sem geta skotið manni skelk í bringu, en aldrei alvarlega. Kennararnir í Flugskóla Íslands eru líka svo æðislegir og útskýra fyrir manni gang mála þannig að maður verður strax pollrólegur." Eftir stúdentsprófið og einkaflugmanninn hélt Hildur Kristín til London til að vinna þangað til hún byrjar í skólanum í Oxford. "Ég er að vinna í fjármálahverfinu í London við móttöku í meðlimaklúbbi þar sem eru veitingastaðir og barir. Jú, þetta er ægilega fínt lið," svarar hún hlæjandi. "Ég er meira að segja með lífverði á staðnum." Hildur Kristín segist hafa orðið ástfangin af London þegar hún kom þangaði í helgarferð fyrir nokkrum árum og hlakkar ofboðslega til að hefja nám í Oxford. "Ég er heilluð af öllu sem er breskt og finnst Oxford óstjórnlega spennandi. Svo er bara að ljúka námi og kannski að eignast sitt eigið flugfélag," segir hún skellihlæjandi að lokum. Nám Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég er á leið í Flugskóla í Oxford eftir áramót og reikna með að námið taki tæpt ár og svo geta prófin sjálf tekið hátt í ár í viðbót," segir Hildur Kristín, sem lauk einkaflugmannsprófi meðfram stúdentsprófi fyrir ári. Sólóprófinu lauk hún hins vegar þegar hún var nýorðin sextán ára. "Ég var með sólópróf á litla flugvél löngu áður en ég fékk bílprófið," segir hún hlæjandi. Hildur Kristín segir að konur sæki í auknum mæli í flugnám, sem sé auðvitað hið besta mál. "Ég hef nú ekki tölur yfir hvað við erum margar, en okkur fjölgar." Það má heita merkilegt að stelpan sem er með einkaflugmannspróf og stefnir nú í atvinnuflugmanninn finnur stundum fyrir flughræðslu. "Það gerðist eiginlega ekki fyrr en eftir að ég byrjaði í náminu," segir hún. "Það eru allskonar hljóð í vélunum sem geta skotið manni skelk í bringu, en aldrei alvarlega. Kennararnir í Flugskóla Íslands eru líka svo æðislegir og útskýra fyrir manni gang mála þannig að maður verður strax pollrólegur." Eftir stúdentsprófið og einkaflugmanninn hélt Hildur Kristín til London til að vinna þangað til hún byrjar í skólanum í Oxford. "Ég er að vinna í fjármálahverfinu í London við móttöku í meðlimaklúbbi þar sem eru veitingastaðir og barir. Jú, þetta er ægilega fínt lið," svarar hún hlæjandi. "Ég er meira að segja með lífverði á staðnum." Hildur Kristín segist hafa orðið ástfangin af London þegar hún kom þangaði í helgarferð fyrir nokkrum árum og hlakkar ofboðslega til að hefja nám í Oxford. "Ég er heilluð af öllu sem er breskt og finnst Oxford óstjórnlega spennandi. Svo er bara að ljúka námi og kannski að eignast sitt eigið flugfélag," segir hún skellihlæjandi að lokum.
Nám Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira