Úr leik þrátt fyrir sigur 14. nóvember 2005 06:00 "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
"Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. "Nú small vörnin en þeir náðu að draga hraðann aðeins niður og við náðum ekki að keyra á þá eins og við vildum. En við unnum leikinn og það er mjög gott. Ég er fyrst og fremstu stoltur af varnarleiknum í dag en við byggjum á þessu og þetta fer beint í reynslubankann. Við stefndum auðvitað á að komast áfram en þrjár umferðir er bara mjög gott í ár og við förum bara lengra á næsta ári og þá vonandi í Meistaradeildinni." sagði Óskar Bjarni brosmildur að lokum. Pálmar Pétursson markmaður Vals varði nítján skot í markinu og átti mjög góðan leik. "Þetta var gott í dag en við klúðruðum þessi með hrikalegum sóknarleik, sérstaklega framan af leik. Vörnin var í topp standi en það var aðallega sóknin sem klikkaði í dag. Þeir kaffærðu okkur í hraðaupphlaupum í byrjun leiks og skoruðu sex mörk en ef við hefðum náð að stoppa það þá hefði þetta komið. Við erum alls ekki lakari en þetta lið. Við klúðruðum þessi úti og töpuðum með sjö mörkum sem var alltof stórt. Þar var sóknarleikurinn líka að klikka Þetta var mjög skemmtilegt í dag og við sýndum að við getum vel unnið þetta lið." sagði Pálmar. Pálmar var besti maður Vals í leiknum en vörnin á þó stærstan hlut í sigrinum en hún hreinlega lokaði á Svíana sem komust oft hvorki lönd né strönd. Sóknarleikur liðsins var þó brothættur og oft á tíðum bar á óskynsemi og fljótfærni sem gerði markmanni gestanna auðvelt fyrir að verja skot Valsmanna. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstu menn Valsara en þeir skoruðu báðir fimm mörk í leiknum.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira