Við rætur eldfjallsins 25. nóvember 2005 05:00 Reynir í þriðja veldi. Reynir Ragnarsson við Reynisfjall með Reynisdranga í baksýn. Vík í Mýrdal er syðsti byggðakjarni landsins. Og um leið ein syðsta byggðin; það verður vart sunnar komist því bærinn stendur bókstaflega á fjörukambinum þar sem öldur Atlantshafsins lemja landið uppstyttulítið dag og nótt. Það er sunnanátt og gengur á með skúrahryðjum þegar Sigurður Þór Salvarsson og Valgarður Gíslason aka veginn yfir Reynisfjallið niður í Víkina þar sem þorpið stendur beggja vegna þjóðvegarins, sem heitir Austurvegur rétt á meðan hann rennur gegnum bæinn. Brimið svarrar við ströndina og sunnan undan Reynisfjallinu gnæfa tignarlegir Reynisdrangarnir, dulúðlegir á að líta í móskunni. Í fjarska til austurs grillir í Hjörleifshöfða gegnum mistrið úti á söndunum, sem teygja sig alla leið austur í Öræfi. Þvottur á snúru Hér er frekar berangurslegt yfir að líta en þorpið er friðsælt að sjá, hreint og snyrtilegt. Húsin eru litrík og lágreist en samt ákveðin reisn yfir öllu og uppi á hæð ofan við þorpið stendur falleg kirkja með gamla laginu; vakir þar yfir mönnum og skepnum og turninn ber við himinn. Á einum stað blaktir þvottur á snúru; hætt við að hann þorni seint þennan daginn. Við eigum stefnumót við Reyni Ragnarsson flugkappa, fyrrum lögregluþjón hér um slóðir um tuttugu ára skeið. Hann býr í einlyftu húsi við Suðurvíkurveg ásamt færeyskri konu sinni Edith Dam, sem býður uppá kaffi og með því að íslenskum sið; gómsæta jólaköku, vínber og osta. Vesgú. Bóndinn fljúgandi Reynir man tímana tvenna í Vík; kom hingað níu ára gamall 1943 og hefur verið hér nánast óslitið síðan. Foreldrar hans bjuggu á höfuðbólinu Höfðabrekku skammt austan þorpsins og þar gerði hann sér vonir um að geta sameinað búskap og flug en flugpróf tók hann 1955. "Ég hef alltaf verið með mikla loftkastala," segir hann og hlær dátt. "Ég sá fyrir mér að hægt væri að rækta upp Mýrdalssandinn og ætlaði að sá í þetta allt saman með flugvél," bætir hann við og er greinilega skemmt yfir þessum draumum sem aldrei urðu að veruleika. Áhugamaður um Kötlu Flugvélin varð þó að veruleika en ekki fyrr en um 1980, um líkt leyti og Reynir hóf störf í lögreglunni. Og hann hefur átt flugvél allar götur síðan; núna er það lítil eins hreyfils vél sem hann notar til að fylgjast með Mýrdalsjökli og Kötlu gömlu, sem er sérstakt áhugamál Reynis. "Mest er þetta spenna fyrir því að sjá og upplifa gos," segir hann en viðurkennir eftir nokkra umhugsun að vera áhugasamur um náttúruvísindi almennt. Hann fylgist til dæmis líka með rennsli jökulvatna í nágrenni Víkur fyrir Raunvísindastofnun og var næstum lentur í hamfarahlaupinu mikla í Skeiðará 1996. En það er önnur saga ... Gos kemur varla á óvart Katla hefur verið að bæra örlítið á sér undanfarin misseri og jarðvísindamenn spá því að hún fari senn að létta á sér enda búin að halda í sér síðan 1918, sem er lengri tími en dæmi eru um í síðari tíma sögu Kötlugosa. Líklegt er að gos og sér í lagi hlaup hafi áhrif á líf íbúa í Vík en Reynir telur samt ólíklegt að þetta sé ofarlega í huga fólks dags daglega. "Fólk er auðvitað meðvitað um þetta en ég held að það sé engin hræðsla eða neitt slíkt á ferðinni, menn treysta alveg á að þetta hafi einhvern aðdraganda og nánast óhugsandi að þetta komi mönnum að óvörum," segir hann alvarlegur í bragði enda Kötlugos og hlaupin sem því fylgja ekkert til að henda gaman að. "Sumt eldra fólk hér talar nánast um það sem guðlast að maður skuli vonast eftir að fá að sjá þetta, þó ég sé ekki beint að óska eftir gosi," bætir hann við og kímir góðlátlega. Reynir ríkasti afinn Við förum með Reyni niður í fjöru til myndatöku. Það er viðeigandi að hafa Reynisdrangana og Reynisfjallið í baksýn. Þetta er fjallið hans Reynis. "Einn afastrákurinn minn var einu sinni að metast við vin sinn um hvor afa þeirra væri ríkari og hann yfirtrompaði hinn þegar hann sagði að afi sinn ætti fjallið," segir Reynir Ragnarsson og hlær upp í vindinn. Innlent Lífið Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Vík í Mýrdal er syðsti byggðakjarni landsins. Og um leið ein syðsta byggðin; það verður vart sunnar komist því bærinn stendur bókstaflega á fjörukambinum þar sem öldur Atlantshafsins lemja landið uppstyttulítið dag og nótt. Það er sunnanátt og gengur á með skúrahryðjum þegar Sigurður Þór Salvarsson og Valgarður Gíslason aka veginn yfir Reynisfjallið niður í Víkina þar sem þorpið stendur beggja vegna þjóðvegarins, sem heitir Austurvegur rétt á meðan hann rennur gegnum bæinn. Brimið svarrar við ströndina og sunnan undan Reynisfjallinu gnæfa tignarlegir Reynisdrangarnir, dulúðlegir á að líta í móskunni. Í fjarska til austurs grillir í Hjörleifshöfða gegnum mistrið úti á söndunum, sem teygja sig alla leið austur í Öræfi. Þvottur á snúru Hér er frekar berangurslegt yfir að líta en þorpið er friðsælt að sjá, hreint og snyrtilegt. Húsin eru litrík og lágreist en samt ákveðin reisn yfir öllu og uppi á hæð ofan við þorpið stendur falleg kirkja með gamla laginu; vakir þar yfir mönnum og skepnum og turninn ber við himinn. Á einum stað blaktir þvottur á snúru; hætt við að hann þorni seint þennan daginn. Við eigum stefnumót við Reyni Ragnarsson flugkappa, fyrrum lögregluþjón hér um slóðir um tuttugu ára skeið. Hann býr í einlyftu húsi við Suðurvíkurveg ásamt færeyskri konu sinni Edith Dam, sem býður uppá kaffi og með því að íslenskum sið; gómsæta jólaköku, vínber og osta. Vesgú. Bóndinn fljúgandi Reynir man tímana tvenna í Vík; kom hingað níu ára gamall 1943 og hefur verið hér nánast óslitið síðan. Foreldrar hans bjuggu á höfuðbólinu Höfðabrekku skammt austan þorpsins og þar gerði hann sér vonir um að geta sameinað búskap og flug en flugpróf tók hann 1955. "Ég hef alltaf verið með mikla loftkastala," segir hann og hlær dátt. "Ég sá fyrir mér að hægt væri að rækta upp Mýrdalssandinn og ætlaði að sá í þetta allt saman með flugvél," bætir hann við og er greinilega skemmt yfir þessum draumum sem aldrei urðu að veruleika. Áhugamaður um Kötlu Flugvélin varð þó að veruleika en ekki fyrr en um 1980, um líkt leyti og Reynir hóf störf í lögreglunni. Og hann hefur átt flugvél allar götur síðan; núna er það lítil eins hreyfils vél sem hann notar til að fylgjast með Mýrdalsjökli og Kötlu gömlu, sem er sérstakt áhugamál Reynis. "Mest er þetta spenna fyrir því að sjá og upplifa gos," segir hann en viðurkennir eftir nokkra umhugsun að vera áhugasamur um náttúruvísindi almennt. Hann fylgist til dæmis líka með rennsli jökulvatna í nágrenni Víkur fyrir Raunvísindastofnun og var næstum lentur í hamfarahlaupinu mikla í Skeiðará 1996. En það er önnur saga ... Gos kemur varla á óvart Katla hefur verið að bæra örlítið á sér undanfarin misseri og jarðvísindamenn spá því að hún fari senn að létta á sér enda búin að halda í sér síðan 1918, sem er lengri tími en dæmi eru um í síðari tíma sögu Kötlugosa. Líklegt er að gos og sér í lagi hlaup hafi áhrif á líf íbúa í Vík en Reynir telur samt ólíklegt að þetta sé ofarlega í huga fólks dags daglega. "Fólk er auðvitað meðvitað um þetta en ég held að það sé engin hræðsla eða neitt slíkt á ferðinni, menn treysta alveg á að þetta hafi einhvern aðdraganda og nánast óhugsandi að þetta komi mönnum að óvörum," segir hann alvarlegur í bragði enda Kötlugos og hlaupin sem því fylgja ekkert til að henda gaman að. "Sumt eldra fólk hér talar nánast um það sem guðlast að maður skuli vonast eftir að fá að sjá þetta, þó ég sé ekki beint að óska eftir gosi," bætir hann við og kímir góðlátlega. Reynir ríkasti afinn Við förum með Reyni niður í fjöru til myndatöku. Það er viðeigandi að hafa Reynisdrangana og Reynisfjallið í baksýn. Þetta er fjallið hans Reynis. "Einn afastrákurinn minn var einu sinni að metast við vin sinn um hvor afa þeirra væri ríkari og hann yfirtrompaði hinn þegar hann sagði að afi sinn ætti fjallið," segir Reynir Ragnarsson og hlær upp í vindinn.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira