Menning

Fyrirtæki í samstarf við leikhúsin

Einkafyrirtæki koma í auknum mæli að leiksýningum. Um tólf milljónir hafa runnið til Leikfélags Akureyarar frá því í sumar vegna markvissra vinnu þeirra að auknu samstarfi með fyrirtækjum.

Upphæðin er meiri hjá Borgarleikhúsinu, segir Guðjón Pedersen, leikhússtjóri. Hve há hún sé vill hann ekki nefna.

Leikhússtjórinn, Magnús Geir Þórðarsson, telur samstarfið við fyrirtæki geta skilað allt að fimmtán milljónum á þessu ári. Það sé umtalsverð aukning.

"Þáttaka atvinnulífsins getur skipt sköpum og við getum farið í einstaka stórt verkefni á hverju leikári," segir Magnús. Grunnkostnaður við leiksýningar sé alltaf álíka mikill og viðbótarfé frá fyrirtækjunum breyti því miklu.

Í Þjóðleikhúsinu eru engar sýningar styrktar en Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri, segir það verða skoðað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×