Krefst 94 milljóna af Arngrími 24. janúar 2005 00:01 Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira