Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun 25. janúar 2005 00:01 Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann. Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira