Mikill hagvöxtur en ekki ofhitnun 25. janúar 2005 00:01 Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann. Viðskipti Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Fjármálaráðuneytið telur ekki að hagkerfið ofhitni þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Alþjóðavæðingin og aukinn sveigjanleiki í hagkerfinu eru helstu ástæður þess að verðbólga fer ekki úr böndunum þrátt fyrir uppsveifluna. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins var kynnt í gær. Í henni er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,5 prósent í ár og 4,7 prósent á næsta ári. Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir hagvöxtinn fyrst og fremst kominn til vegna stóriðjuframkvæmda og aukinnar einkaneyslu. "Það sem útskýrir meiri hagvöxt en við gerðum ráð fyrir er annars vegar að stækkun Norðuráls fór af stað fyrr og er meiri en gert var ráð fyrir og hápunktur framkvæmdanna fyrir austan verður í ár og á næsta ári," segir hann. Hann segir að viðskiptahallinn aukist vegna þessa en að úr honum dragi árið 2007 en þá er einnig gert ráð fyrir minni hagvexti. Þorsteinn segir að nýjustu tölur bendi til að vöxtur í útflutningi sé kröftugri en gert var ráð fyrir og að nýjustu tölur um þáttttatekjur, sem mæla tekjur af eignum og vinnu Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi, séu hagstæðari en ráð var gert fyrir. Þorsteinn segir að margt í hagkerfinu glæði vonir um að kröftugur hagvöxtur valdi ekki ofhitnun og verðbólgu. Hann nefnir breytt fyrirkomulag á gjaldeyrismarkaði frá síðustu uppsveiflu. Nú er gengið ákvarðað á markaði en ekki beint af Seðlabankanum, sem eykur sveigjanleika hagkerfisins til þess að bregðast við misvægi. Þorsteinn nefnir einnig aukna alþjóðavæðingu í þessu samhengi. "Hún leiðir til þess að þegar það er þensla hér heima er auðveldara að ná í vinnuafl og aðföng frá útlöndum og það dempar verðbólguþrýstinginn," segir hann. Ráðuneytið spáir því að verðbólgan í ár verði 3,2 prósent en á næsta ári 3,5 prósent. "Það eru margir með hugann við verðbólguspá Seðlabankans frá í desember en síðan hefur bankinn unnið markvisst að því að úrelda þá spá með hækkun stýrivaxta," segir Þorsteinn. Hann nefnir að Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti um tæp þrjú prósentustig á síðasta ári og áfram megi gera ráð fyrir vaxtahækkunum. "Hið opinbera hefur líka verið með virkt aðhald. Það birtist meðal annars í því að vexti samneyslu er haldið við tvö prósent á ári og fjárfestingar ríkissjóðs drógust í fyrra saman um sautján prósent og gert er ráð fyrir að samdrátturinn þar verði fjögur prósent í ár. Þetta skilar sér í því að afkoma ríkissjóðs batnar milli ársins 2003 og 2005 um sem nemur þremur prósentum af landsframleiðslu, sem dregur úr framleiðsluspennu," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent