Viðskipti innlent

25 sagt upp í fisk­vinnslu

Atli Ísleifsson skrifar
Einungis barst ein tilkynning um hópuppsögn inn á borð Vinnumálastofnunar í október.
Einungis barst ein tilkynning um hópuppsögn inn á borð Vinnumálastofnunar í október. Vísir/Einar

Ein tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í nýliðnum októbermánuði þar sem 25 starfsmönnum var sagt upp störfum í fiskvinnslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að hópuppsagnirnar komi flestar til framkvæmda á tímabilinu nóvember 2025 til maí 2026.

Alls bárust Vinnumálastofnun fimm tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 208 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×