Lögreglumenn fá ekki skaðabætur 28. janúar 2005 00:01 MYND/Páll Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent