Bíll fyrir barnið og golfsettið 28. janúar 2005 00:01 Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þvertekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. "Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mánuði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram." Helgi segist vera með bílaáhugann í genunum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. "Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku." Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. "Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka ofboðslega til að eignast." En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. "Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi," segir hann og hlær. "En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn." Bílar Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þvertekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. "Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mánuði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram." Helgi segist vera með bílaáhugann í genunum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. "Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku." Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. "Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka ofboðslega til að eignast." En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. "Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi," segir hann og hlær. "En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn."
Bílar Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“