Bíll fyrir barnið og golfsettið 28. janúar 2005 00:01 Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þvertekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. "Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mánuði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram." Helgi segist vera með bílaáhugann í genunum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. "Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku." Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. "Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka ofboðslega til að eignast." En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. "Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi," segir hann og hlær. "En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn." Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þvertekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. "Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mánuði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram." Helgi segist vera með bílaáhugann í genunum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. "Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku." Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. "Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka ofboðslega til að eignast." En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. "Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi," segir hann og hlær. "En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn."
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira