Skemmtilegur bæði í sveit og borg 28. janúar 2005 00:01 Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Sókn jepplinganna á markað hér á landi virðist ekki vera á undanhaldi. Engan skyldi undra það í landi þar sem bílaeign er með því mesta sem gerist og brugðið getur til beggja vona með færð stóran hluta árs. Hyundai Santa Fe var strax vel tekið þegar hann kom á markað árið 1998 en í þessum mánuði var breytt útgáfa kynnt hjá B&L. Á síðasta ári eignaðist Santa Fe minni bróður, Tucson, en stóri bróðirinn, Terracan er fullvaxinn jeppi. Útlitið á nýja Santa Fe bílnum hefur þróast lítilsháttar en aðalbreytingin felst tvímælalaust í nýjum aldrifsbúnaði þar sem aldrifið er sívirkt og lagar sig að breyttum akstursaðstæðum. Santa Fe er einstaklega aðgengilegur bíll. Þar er allt á sínum stað þar sem maður býst við því. Bíllinn er rúmgóður og þægilegur en um leið lipur og skemmtilegur í akstri. Farangursrýmið er aðgengilegt og möguleikar á niðurfellingu á aftursætum til að stækka rýmið góðir. Sætin ganga þó ekki alveg niður þannig að gólfið verði slétt í skottinu. Farangursrýmið er hægt að opna á tvo vegu, með því að opna afturhlerann allan eða eingöngu afturrúðuna. Hyundai Santa Fe V6 var ekið bæði á lítið ruddum vegi og í slabbinu í borginni. Óhætt er að segja að bíllinn hafi staðið sig vel í snjónum, sigldi yfir skafla, ef þeir voru ekki þeim mun stærri og virkaði einstaklega stöðugur og öruggur. Þegar í borgina var komið reyndist hann meðfærilegur í þröngum götum og ágætt að leggja honum í stæði. Lítill hlutur eins og hiti í framsætum gerir bílinn líka notalegri en ella þegar komið er út á köldum vetrarmorgni. Furðulegt má í raun teljast að hiti í sætum sé ekki staðalbúnaður í fleiri bílum en raun ber vitni hér á okkar kalda landi. Segja má að í Hyundai Santa Fe fari saman ljómandi ferðabíll, bæði sumar og vetur, þægilegur bíll til daglegra nota fyrir hina klassísku vísitölufjölskyldu með góðu rými fyrir bílstjóra og farþega, ágætum geymsluhirslum og aðgengilegu farangursrými. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira