Viðskipti innlent

Metár í erlendum fjárfestingum

Síðasta ár var metár í erlendum fjárfestingum, samkvæmt vegvísi Landsbankans, en nettókaup erlendra verðbréfa námu 76 milljörðum króna. Á árinu voru keypt erlend verðbréf fyrir 211 milljarða króna en að sama skapi nam sala erlendra verðbréfa 135 milljörðum. Mest var fjárfest í erlendum verðbréfasjóðum og námu nettókaup í þeim 57 milljörðum. Þar á eftir komu erlend hlutabréf, en borgaðir voru 14,7 milljarðar fyrir þau. Minnst var fjárfest í erlendum skuldabréfum eða fyrir 4,6 milljarða króna sem er svipuð upphæð og á árinu 2003.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×