Hundar á tískusýningu 5. febrúar 2005 00:01 Úlpur í felulitum, æfingagallar og fleira var meðal þess sem hundar sýndu á tískusýningu í miðborg Reykjavíkur í dag. Íslenskur hönnuður hundafatnaðar hyggur á útflutning. Þeir báru sig fagmannlega hundarnir sem sýndu tískufatnað frá Theo í Iðu í Lækjargötu í dag. Hönnuðurinn, Theódóra Elísabet Smáradóttir, segist hafa unnið við fagið í þrjú ár en síðastliðið eitt ár hafi hún unnið að nýrri línu sem hafi verið að koma á markað. Theódóra segir ákveðna tísku vera í hundafatnaði og hún segir hunda, eins og smáhunda, þurfa á fötum að halda. Ekki af því að þeim sé kalt heldur til þess að verja feldinn því ef farið sé út að ganga með feldhund í snjókomu þurfi að baða hann eftir það. Þess þurfi ekki ef hundurinn sé í galla. Þá segist Theódóra vera að vinna að fatalínu fyrir stærri hunda, en þess má geta að útlfutningur á þessum fatnaði er að hefjast. Hún segir Theo-fólk hafa verið á fundi með dreifingaraðilum í Svíþjóð og hafi gert samning við þá. Þeir sjái 800 búðum fyrir vörum þannig að íslenskur hundatískufatnaður eigi eftir að fara víða. Theódóra segir að hugmyndin sé að byrja í Svíþjóð og taka svo stefnuna á Bretland og þar á eftir Bandaríkjamarkað. En hvað skyldi vera í tísku? Theódóra segir að það sé margt og mikið. Þykkar úlpur með loðhettu og þykkir heilgallar ásamt vindgöllum og -jökkum séu vinsælir núna vegna veðurfarsins en í sumar komi ný fatalína og þar verði léttir bolir bæði með kraga og hettu, smekkbuxur og skotapils ásamt mörgu öðru. Tilveran Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Úlpur í felulitum, æfingagallar og fleira var meðal þess sem hundar sýndu á tískusýningu í miðborg Reykjavíkur í dag. Íslenskur hönnuður hundafatnaðar hyggur á útflutning. Þeir báru sig fagmannlega hundarnir sem sýndu tískufatnað frá Theo í Iðu í Lækjargötu í dag. Hönnuðurinn, Theódóra Elísabet Smáradóttir, segist hafa unnið við fagið í þrjú ár en síðastliðið eitt ár hafi hún unnið að nýrri línu sem hafi verið að koma á markað. Theódóra segir ákveðna tísku vera í hundafatnaði og hún segir hunda, eins og smáhunda, þurfa á fötum að halda. Ekki af því að þeim sé kalt heldur til þess að verja feldinn því ef farið sé út að ganga með feldhund í snjókomu þurfi að baða hann eftir það. Þess þurfi ekki ef hundurinn sé í galla. Þá segist Theódóra vera að vinna að fatalínu fyrir stærri hunda, en þess má geta að útlfutningur á þessum fatnaði er að hefjast. Hún segir Theo-fólk hafa verið á fundi með dreifingaraðilum í Svíþjóð og hafi gert samning við þá. Þeir sjái 800 búðum fyrir vörum þannig að íslenskur hundatískufatnaður eigi eftir að fara víða. Theódóra segir að hugmyndin sé að byrja í Svíþjóð og taka svo stefnuna á Bretland og þar á eftir Bandaríkjamarkað. En hvað skyldi vera í tísku? Theódóra segir að það sé margt og mikið. Þykkar úlpur með loðhettu og þykkir heilgallar ásamt vindgöllum og -jökkum séu vinsælir núna vegna veðurfarsins en í sumar komi ný fatalína og þar verði léttir bolir bæði með kraga og hettu, smekkbuxur og skotapils ásamt mörgu öðru.
Tilveran Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira