Flugvallarmálið 8. febrúar 2005 00:01 Erum við Íslendingar virkilega svo aðþrengdir með byggingarland að við þurfum að leggja Reykjavíkurflugvöll og Öskjuhlíð undir húsbyggingar? Þarf miðbær Reykjavíkur að vera nafli heimsins okkar? Þarf hann yfirleitt að vera þar sem hann er núna? Staðsetning innanlandsflugvallar hefur verið deiluefni um langa hríð. Mörg rök hníga að því að óheppilegt sé að hafa innanlandsflugvöll í Vatnsmýrinni, rétt við miðbæ höfuðborgarinnar, rétt við Háskóla Íslands og fleiri mikilvægar þjónustustofnanir. Til staðar er ágætur flugvöllur á Miðnesheiði í u.þ.b. 40 km fjarlægð og ætti ekki að vera neinum um of að bæta því ferðalagi við flugferðina. Eða hvað? Meirihluti farþega í innanlandsflugi eru líklega Íslendingar. Sumir ferðast í einkaerindum en margir eru á ferðinni vinnu sinnar vegna. Þeir þurfa að reka erindi hjá fyrirtækjum og stofnunum á landsbyggðinni annars vegar og í höfuðborginni hins vegar. Þeim fer m.a.s. fjölgandi sem fljúga reglulega milli heimilis og vinnu skv. nýlegri könnun. Opinberar stofnanir eru margar hverjar staðsettar í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að flugvélin lendir á Reykjavíkurflugvelli er um 15 mínútna gangur niður á Lækjartorg, í Alþingishúsið eða Stjórnarráðið svo dæmi séu tekin. Það tekur um 5 mínútur að aka þessa leið í leigubíl og kannski tíu mínútur með strætisvagni. Dýrasti kosturinn er leigubíll en kostar samt lítilræði. Til samanburðar tekur 40 – 50 mínútur að ferðast með rútu milli Keflavíkurflugvallar og miðbæjar Reykjavíkur og kostar 1150 krónur aðra leiðina. Það þýðir að fargjald vegna innanlandsferðar hækkar um 2300 krónur eða um allt að 30%. Flug milli Reykjavíkur og Akureyrar tekur um 30 mínútur þannig að ferðatími ríflega tvöfaldast ef flugvél lendir í Keflavík en ekki í Reykjavík. Þá er enn ónefndur sá kostnaður sem hlýst af því að beina flugfarþegum með þessum hætti í aukinn akstur, að senda alla í bíl þessa 40 km fram og til baka fyrir hverja flugferð. Skjóta má á að bílum á Reykjanesbrautinni gæti fjölgað um allt að 200 á dag. Eitthvað kostar það þjóðarbúið og þar með okkur öll fyrir utan þá hættu sem tölfræðin og reynslan sýnir okkur að fylgir bílaumferðinni, því miður. Það er því augljóst óhagræði að því fyrir flesta sem ferðast innanlands að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, a.m.k. við núverandi aðstæður. Þeir einu sem hefðu hagræði af slíkri breytingu væri landsbyggðarfólk á leið til útlanda. Og þó ekki því vandséð er að flugtími í innanlandsflugi og millilandaflugi verði samstilltur þannig að ekki þurfi að bíða umtalsvert eftir því að komast áfram leiðar sinnar, jafnvel yfir nótt. Þá fer hagræðið fyrir lítið. Margir telja brýnt að þétta byggð í Reykjavík, efla miðbæinn og styrkja. Vafalaust hafa þeir talsvert til síns máls. En þarf að fórna flugvellinum? Er sjálfgefið að varðveita eigi gömul hús í Þingholtunum og víðar, bara af því að þau eru gömul. Nú má ekki misskilja. Sú er hér ritar er einlægur stuðningsmaður verndunar af ýmsu tagi, bæði landslags- og menningarverðmæta. Það þarf hins vegar ekki að þýða að geyma skuli og varðveita allt gamalt. Mönnum verður tíðrætt um gömlu húsin við Laugaveginn, lúin timburhús þar sem brunavörnum er áfátt og slökkviliðsmenn óttast fátt meira en eldsvoða á því svæði. Húsin eru eldsmatur og nánast tímasprengja. Væri ekki hægt að velja nokkur falleg sýnishorn til viðhalds og jafnvel endurnýjunar en fórna öðrum fyrir nýjar og fallegar byggingar sem rúma gott miðbæjarmannlíf og þjónustu? Eigi þjónusta innanlandsflugs að flytjast til Keflavíkur dregur mjög úr mikilvægi höfuðborgarinnar fyrir landsbyggðina. Eigi opinber þjónusta að vera fyrir landsmenn alla er spurning hvort ekki ætti þá bara að flytja þessa þjónustu með fluginu til Keflavíkur? Það væri kannski upplagt. Ég er viss um að Keflvíkingar tækju því fagnandi og kannski Keflavík ætti bara að verða ný höfuðborg landsins? En þá færi útreiknað hagræði og ágóði af því að fá flugvöllinn sem byggingarland fyrir lítið. Reyndar er vandséð að sátt næðist um að flytja öll þau störf suður á Suðurnes, nóg hafa nú átökin verið um þau fáu störf sem flutt hafa verið úr Reykjavík út á land fram til þessa. Það er landsbyggðarfólki mikið hagsmunamál að samgöngur innanlands séu greiðar, bæði á láði og í lofti. Það er Íslendingum mikið hagsmunamál að efla og styrkja landsbyggðina, þar eru í húfi menningarverðmæti sem vart verða metin til fjár fyrir utan öll önnur verðmæti. Færeyingar hafa gjarnan litið til Íslendinga og sótt hingað fyrirmynd í ýmsum málum. Kannski nú sé tímabært fyrir Íslendinga að læra af Færeyingum sem hafa eflt og styrkt sína landsbyggð með miklum sóma og m.a. lagt alla áherslu á greiðar samgöngur milli byggðarlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun VI. Sköpunarsaga þjóðsögu – plottið í Síðumúla raunar hápólitískt Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Erum við Íslendingar virkilega svo aðþrengdir með byggingarland að við þurfum að leggja Reykjavíkurflugvöll og Öskjuhlíð undir húsbyggingar? Þarf miðbær Reykjavíkur að vera nafli heimsins okkar? Þarf hann yfirleitt að vera þar sem hann er núna? Staðsetning innanlandsflugvallar hefur verið deiluefni um langa hríð. Mörg rök hníga að því að óheppilegt sé að hafa innanlandsflugvöll í Vatnsmýrinni, rétt við miðbæ höfuðborgarinnar, rétt við Háskóla Íslands og fleiri mikilvægar þjónustustofnanir. Til staðar er ágætur flugvöllur á Miðnesheiði í u.þ.b. 40 km fjarlægð og ætti ekki að vera neinum um of að bæta því ferðalagi við flugferðina. Eða hvað? Meirihluti farþega í innanlandsflugi eru líklega Íslendingar. Sumir ferðast í einkaerindum en margir eru á ferðinni vinnu sinnar vegna. Þeir þurfa að reka erindi hjá fyrirtækjum og stofnunum á landsbyggðinni annars vegar og í höfuðborginni hins vegar. Þeim fer m.a.s. fjölgandi sem fljúga reglulega milli heimilis og vinnu skv. nýlegri könnun. Opinberar stofnanir eru margar hverjar staðsettar í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að flugvélin lendir á Reykjavíkurflugvelli er um 15 mínútna gangur niður á Lækjartorg, í Alþingishúsið eða Stjórnarráðið svo dæmi séu tekin. Það tekur um 5 mínútur að aka þessa leið í leigubíl og kannski tíu mínútur með strætisvagni. Dýrasti kosturinn er leigubíll en kostar samt lítilræði. Til samanburðar tekur 40 – 50 mínútur að ferðast með rútu milli Keflavíkurflugvallar og miðbæjar Reykjavíkur og kostar 1150 krónur aðra leiðina. Það þýðir að fargjald vegna innanlandsferðar hækkar um 2300 krónur eða um allt að 30%. Flug milli Reykjavíkur og Akureyrar tekur um 30 mínútur þannig að ferðatími ríflega tvöfaldast ef flugvél lendir í Keflavík en ekki í Reykjavík. Þá er enn ónefndur sá kostnaður sem hlýst af því að beina flugfarþegum með þessum hætti í aukinn akstur, að senda alla í bíl þessa 40 km fram og til baka fyrir hverja flugferð. Skjóta má á að bílum á Reykjanesbrautinni gæti fjölgað um allt að 200 á dag. Eitthvað kostar það þjóðarbúið og þar með okkur öll fyrir utan þá hættu sem tölfræðin og reynslan sýnir okkur að fylgir bílaumferðinni, því miður. Það er því augljóst óhagræði að því fyrir flesta sem ferðast innanlands að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvelli, a.m.k. við núverandi aðstæður. Þeir einu sem hefðu hagræði af slíkri breytingu væri landsbyggðarfólk á leið til útlanda. Og þó ekki því vandséð er að flugtími í innanlandsflugi og millilandaflugi verði samstilltur þannig að ekki þurfi að bíða umtalsvert eftir því að komast áfram leiðar sinnar, jafnvel yfir nótt. Þá fer hagræðið fyrir lítið. Margir telja brýnt að þétta byggð í Reykjavík, efla miðbæinn og styrkja. Vafalaust hafa þeir talsvert til síns máls. En þarf að fórna flugvellinum? Er sjálfgefið að varðveita eigi gömul hús í Þingholtunum og víðar, bara af því að þau eru gömul. Nú má ekki misskilja. Sú er hér ritar er einlægur stuðningsmaður verndunar af ýmsu tagi, bæði landslags- og menningarverðmæta. Það þarf hins vegar ekki að þýða að geyma skuli og varðveita allt gamalt. Mönnum verður tíðrætt um gömlu húsin við Laugaveginn, lúin timburhús þar sem brunavörnum er áfátt og slökkviliðsmenn óttast fátt meira en eldsvoða á því svæði. Húsin eru eldsmatur og nánast tímasprengja. Væri ekki hægt að velja nokkur falleg sýnishorn til viðhalds og jafnvel endurnýjunar en fórna öðrum fyrir nýjar og fallegar byggingar sem rúma gott miðbæjarmannlíf og þjónustu? Eigi þjónusta innanlandsflugs að flytjast til Keflavíkur dregur mjög úr mikilvægi höfuðborgarinnar fyrir landsbyggðina. Eigi opinber þjónusta að vera fyrir landsmenn alla er spurning hvort ekki ætti þá bara að flytja þessa þjónustu með fluginu til Keflavíkur? Það væri kannski upplagt. Ég er viss um að Keflvíkingar tækju því fagnandi og kannski Keflavík ætti bara að verða ný höfuðborg landsins? En þá færi útreiknað hagræði og ágóði af því að fá flugvöllinn sem byggingarland fyrir lítið. Reyndar er vandséð að sátt næðist um að flytja öll þau störf suður á Suðurnes, nóg hafa nú átökin verið um þau fáu störf sem flutt hafa verið úr Reykjavík út á land fram til þessa. Það er landsbyggðarfólki mikið hagsmunamál að samgöngur innanlands séu greiðar, bæði á láði og í lofti. Það er Íslendingum mikið hagsmunamál að efla og styrkja landsbyggðina, þar eru í húfi menningarverðmæti sem vart verða metin til fjár fyrir utan öll önnur verðmæti. Færeyingar hafa gjarnan litið til Íslendinga og sótt hingað fyrirmynd í ýmsum málum. Kannski nú sé tímabært fyrir Íslendinga að læra af Færeyingum sem hafa eflt og styrkt sína landsbyggð með miklum sóma og m.a. lagt alla áherslu á greiðar samgöngur milli byggðarlaga.
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun
Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson Skoðun