Starfið gefandi og skemmtilegt 8. febrúar 2005 00:01 "Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is Nám Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
"Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is
Nám Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira