Elur á leti nemenda 22. febrúar 2005 00:01 Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Niðurfelling samræmdra prófa er til þess fallin að ala á leti grunnskólanemenda, að mati Haraldar Ólafssonar prófessors. Hann segir að nær væri að fjölga samræmdum prófum, enda sé fjöldi nemenda húðlatur. Félag grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Þau eru sögð gefa mjög takmarkaða mynd af hæfni nemenda og samræmd próf í 4. og 7. bekk leggi óeðlilegar kröfur á nemendur og geti haft mjög neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Haraldur Ólafsson telur slík próf þó vera mikilvæga mælistiku fyrir kennara, nemendur og foreldra. Það sé í þessum könnunum í 4. og 7. bekk sem viðvörunarljósin kvikni ef eitthvað er að í kennslunni eða hjá nemendum og of seint ef það uppgötvast í lokaprófi í grunnskóla eða inntökuprófi í framhaldsskóla. Samræmd próf 10. bekkinga hljóta heldur ekki háa einkunn hjá Félagi grunnskólakennara, sem segir þau orðin markmið skólastarfs og stýring, í stað þess að vera uppbyggilegt mælitæki. En Haraldar telur hættur vera samfara því að fella þau niður. Það sé hætta á því að kröfurnar fari ekki að miðast við getu nemandans heldur við það hvað nemandinn nenni að gera mikið. Og hann telur býsna marga grunnskólanemendur húðlata. Grunnskólakennarar leggja til að framhaldsskólar meti sjálfir hvort nemendur standist inntökuskilyrði. Í stað samræmdra prófa í 10. bekk væri hægt að bera fyrir þá stöðluð, greinandi stöðupróf sem nemendur gætu leyst þegar þeir væru reiðubúnir. Haraldur telur þó að þeir lötustu teldu sig aldrei tilbúna. Þá finnst honum eðlilegt að mikill hluti skólastarfs fari einmitt í undirbúning fyrir samræmd próf og ef eitthvað er mætti íhuga að fjölga samræmdum könnunum í 4. og 7. bekk.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira