Flakkar um með vatnsliti og striga 25. febrúar 2005 00:01 Tolli Morthens hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og segist vera með bíladellu. Hann tók bílprófið seint og um síðir eða þegar hippatímabilinu lauk. Þorlákur "Tolli" Morthens myndlistarmaður keyrir um á fjórhjóladrifnum Dodge Durango-jeppa og finnst lítið til venjulegra framhjóladrifinna bíla koma. Hann á þó einn þannig bíl, sem hann notar til að spara Dodge-inn. "Það eru svo sem fjögur hjól undir báðum en að öll hjólin skuli vera læst í drifið gerir gæfumuninn," segir Tolli. "Annað er eins og að vera með tvær lappir og að önnur væri staurlöpp. Munurinn er algjör." Tolli keypti sér fyrst fjórhjóladrifinn bíl til að nota utanbæjar, en svo segist hann finna að þetta skipti líka máli í innanbæjarakstri. "Það er reyndar aðallega ef eitthvað er að færð, en þá er maður miklu öruggari." Tolli hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og er bíladellukarl. "Þetta lítur út fyrir að vera sjúkdómseinkenni. Ég tók þó ekki bílpróf fyrr en seint og um síðir. Ég er auðvitað gamall hippi og leit á bílprófið sem symból fyrir borgaraleg leiðindi. Maður fór bara hjólandi eða í strætó." Listamaðurinn var mest í farandmennsku á hippaárunum sínum og mikið á sjó og segist ekkert hafa haft við bíl að gera. "Þegar ég svo komst upp á bragðið varð ekki aftur snúið. Ég var heillaður af þessum möguleika að komast til fjalla og þess vegna valdi ég fjórhjóladrifinn bíl. Þessi jeppi dugir þó ekki í svokallaðar vetrarferðir, þar sem bílarnir eru á 38 tommu dekkjum, 40 tommu og þar yfir. Ef ég ætla upp á jökul fer ég með spesíalistunum." Tolli kann vel að meta að geta ekið utan vega því hann hefur gaman af að flakka um í náttúrunni með vatnsliti og striga. "Það er æðislegt frelsi. Við hjónin erum líka dálítið að róa á kajak, og svo er maður alltaf að leita fanga í myndirnar og uppgötva eitthvað nýtt." Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tolli Morthens hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og segist vera með bíladellu. Hann tók bílprófið seint og um síðir eða þegar hippatímabilinu lauk. Þorlákur "Tolli" Morthens myndlistarmaður keyrir um á fjórhjóladrifnum Dodge Durango-jeppa og finnst lítið til venjulegra framhjóladrifinna bíla koma. Hann á þó einn þannig bíl, sem hann notar til að spara Dodge-inn. "Það eru svo sem fjögur hjól undir báðum en að öll hjólin skuli vera læst í drifið gerir gæfumuninn," segir Tolli. "Annað er eins og að vera með tvær lappir og að önnur væri staurlöpp. Munurinn er algjör." Tolli keypti sér fyrst fjórhjóladrifinn bíl til að nota utanbæjar, en svo segist hann finna að þetta skipti líka máli í innanbæjarakstri. "Það er reyndar aðallega ef eitthvað er að færð, en þá er maður miklu öruggari." Tolli hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og er bíladellukarl. "Þetta lítur út fyrir að vera sjúkdómseinkenni. Ég tók þó ekki bílpróf fyrr en seint og um síðir. Ég er auðvitað gamall hippi og leit á bílprófið sem symból fyrir borgaraleg leiðindi. Maður fór bara hjólandi eða í strætó." Listamaðurinn var mest í farandmennsku á hippaárunum sínum og mikið á sjó og segist ekkert hafa haft við bíl að gera. "Þegar ég svo komst upp á bragðið varð ekki aftur snúið. Ég var heillaður af þessum möguleika að komast til fjalla og þess vegna valdi ég fjórhjóladrifinn bíl. Þessi jeppi dugir þó ekki í svokallaðar vetrarferðir, þar sem bílarnir eru á 38 tommu dekkjum, 40 tommu og þar yfir. Ef ég ætla upp á jökul fer ég með spesíalistunum." Tolli kann vel að meta að geta ekið utan vega því hann hefur gaman af að flakka um í náttúrunni með vatnsliti og striga. "Það er æðislegt frelsi. Við hjónin erum líka dálítið að róa á kajak, og svo er maður alltaf að leita fanga í myndirnar og uppgötva eitthvað nýtt."
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira