Innlent

Bifröst fékk leyfi frá ráðuneytinu

Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur fengið heimild menntamálaráðuneytis til að hefja nýtt grunnám til BA-gráðu í haust þar sem fléttað verður saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið verður vistað í nýrri háskóladeild, félagsvísinda- og hagfræðideild, og hefur Magnús Árni Magnússon verið ráðinn deildarforseti. Til viðbótar við þennan nýja möguleika í háskólanámi býður Viðskiptaháskólinn á Bifröst frá og með næsta háskólaári upp á valkvæðan heilsársháskóla þannig að duglegir stúdentar geti lokið BA- og BS-gráðu á tveimur árum í stað þriggja með því að leggja stund á nám allt árið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×