Skilar ánægðara starfsfólki 2. mars 2005 00:01 Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki." Tilveran Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Starfsmenn úr hinum ýmsu deildum nokkurra verslunarkeðja hafa sest á skólabekk til að auka hæfni sína, þjónustulund og vöruþekkingu. Námið tekur eitt og hálft ár og er sniðið að þörfum verslunarinnar enda fer það fram í Verzlunarskóla Íslands. Einn af nemendunum er að halda stutta tölu þegar Fréttablaðið ryðst inn í kennslustund með góðfúslegu leyfi verkefnisstjórans Hildar Friðriksdóttur. Ræðumaðurinn lætur ekki slá sig út af laginu og heldur áfram að fjalla um þjónustu við ferðamenn og hinir nemendurnir hlýða á. Hann er starfsmaður á bensínstöð enda er Olíufélagið meðal þeirra fyrirtækja sem standa að náminu með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Verzlunarskólanum. Hin fyrirtækin eru Samkaup, Hagkaup og Kaupás. Áður en frímínúturnar hefjast tyllum við Hildur okkur í rauða stóla framan við kennslustofuna og hún lýsir fyrirætlunum með náminu. "Verslunarfagnámið er nýtt af nálinni og er sérhannað fyrir almennt starfsfólk í verslunum. Það eru nú hvorki meira né minna en 12 þúsund manns sem vinna í smásölu hér á landi en nú í fyrsta hópnum eru tuttugu. Upphafslotan miðar að því að styrkja sjálfstraust hvers og eins nemanda, til dæmis með því að fá hann til að standa upp og miðla til hinna og oft skapast miklar umræður í tímum. Kennararnir eru bæði úr þessum skóla og úr atvinnulífinu og nemendur læra hver af öðrum líka. Því þótt þetta fólk eigi margt sameiginlegt í starfinu þá kemur það úr ólíkum áttum og hefur margháttaða reynslu. Þetta er fyrsti hópurinn af mörgum en námið á líka að hafa margfeldisáhrif því nemendurnir eiga að miðla þekkingu sinni til samstarfsfólksins hver á sínum vinnustað." Nú fjölgar í setustofunni og við fáum tvo af nemendunum til að setjast hjá okkur, þau Guðbjörgu Kristínu Pálsdóttur, starfsmann í Hagkaup í Smáralind og Davíð Fjölni Ármannsson, starfsmann í Byko við Hringbraut. Þau eru bæði ánægð með að hafa fengið þetta tækifæri til að mennta sig. "Námið breytir að vissu leyti viðhorfum manns til starfsins og víkkar sjóndeildarhringinn," segir Guðbjörg og Davíð tekur undir það. "Þetta er mjög hagnýtt nám sem á örugglega eftir að skila sér í ánægðara og áhugasamara afgreiðslufólki."
Tilveran Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira