Íslendingafélögin í andaslitrunum? 6. mars 2005 00:01 Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið. Tilveran Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið.
Tilveran Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“