Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn 17. mars 2005 00:01 Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Víða í Evrópu undrast menn val Bush Bandaríkjaforseta á Wolfowitz og benda einnig á tilnefningu Johns Boltons í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í síðustu viku. Fyrir vikið séu tveir helstu talsmenn einstrengingslegrar stefnu stjórnar Bush, þess efnis að Bandaríkin eigi að fara sínu fram, orðnir forsvarsmenn hjá alþjóðastofnunum sem snúast um samvinnu og málamiðlanir. Þær raddir hafa einnig heyrst að Wolfowitz muni beita Alþjóðabankanum þannig að hann þjóni þeim hagsmunum sem Wolfowitz varði í varnarmálaráðuneytinu, þ.e. öryggishagsmunum Bandaríkjanna og því að dreifa lýðræði um víða veröld í stað þróunaraðstoðar. Talsmenn hjálparsamtaka gera athugasemdir við reynsluleysi og bakgrunn Wolfowitz og segja hann ekki rétta manninn til að ná fram sátt og samlyndi í samstarfi þjóðanna í Alþjóðabankanum. Tveir af þekktustu hagfræðingum heims og sérfræðingar í þróunarmálum, Jeffrey Sachs og Joseph Stiglitz, eru mótfallnir Wolfowitz. Þýskir fjölmiðlar segja að innan hóps evrópskra stjórnenda bankans sé talað um andstöðu og að koma verði í veg fyrir að tilnefning Bush verði staðfest. Fregnir bárust raunar af því að áður en Bush tilnefndi Wolfowitz hafi nafn hans verið nefnt óformlega við þungavigtarmenn innan bankans og ráðningu hans hafnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, var þó hæstánægður í gærkvöldi og sagði að Wolfowitz væri afbragðsmaður með góða reynslu á alþjóðavettvangi. Erlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Víða í Evrópu undrast menn val Bush Bandaríkjaforseta á Wolfowitz og benda einnig á tilnefningu Johns Boltons í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í síðustu viku. Fyrir vikið séu tveir helstu talsmenn einstrengingslegrar stefnu stjórnar Bush, þess efnis að Bandaríkin eigi að fara sínu fram, orðnir forsvarsmenn hjá alþjóðastofnunum sem snúast um samvinnu og málamiðlanir. Þær raddir hafa einnig heyrst að Wolfowitz muni beita Alþjóðabankanum þannig að hann þjóni þeim hagsmunum sem Wolfowitz varði í varnarmálaráðuneytinu, þ.e. öryggishagsmunum Bandaríkjanna og því að dreifa lýðræði um víða veröld í stað þróunaraðstoðar. Talsmenn hjálparsamtaka gera athugasemdir við reynsluleysi og bakgrunn Wolfowitz og segja hann ekki rétta manninn til að ná fram sátt og samlyndi í samstarfi þjóðanna í Alþjóðabankanum. Tveir af þekktustu hagfræðingum heims og sérfræðingar í þróunarmálum, Jeffrey Sachs og Joseph Stiglitz, eru mótfallnir Wolfowitz. Þýskir fjölmiðlar segja að innan hóps evrópskra stjórnenda bankans sé talað um andstöðu og að koma verði í veg fyrir að tilnefning Bush verði staðfest. Fregnir bárust raunar af því að áður en Bush tilnefndi Wolfowitz hafi nafn hans verið nefnt óformlega við þungavigtarmenn innan bankans og ráðningu hans hafnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, var þó hæstánægður í gærkvöldi og sagði að Wolfowitz væri afbragðsmaður með góða reynslu á alþjóðavettvangi.
Erlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira