Lagt við hlustir 18. mars 2005 00:01 Ég hef heyrt að margir blómaeigendur tali við blómin sín. Halda því fram að þau dafni betur. Ég veit ekki hvort hægt er að nota sömu aðferð á bíla en það margborgar sig hins vegar að hlusta á þá. Ef þú lærir að þekkja hljóðin í bílnum þínum heyrir þú strax ef aukahljóð bætist við. Aukahljóð orsakast af breytingu og breytingar í bílum eru sjaldnast af hinu góða. Byrjum á einföldu dæmi. Bíllinn startar hægt (nönn...nönn...nönn...). Hljóðið vísar til rafmagnsleysis. Annað dæmi væri ójafn gangur (brumm brumm hóst brumm). Gæti bent á ranga tímastillingu á kveikju eða vitlausa eldsneytisblöndu. Ef gangurinn er hins vegar mjög grófur og ójafn (hósthóst... hóst... hóst) er mótorinn sennilega ekki að sprengja í öllum strokkum. Þá athugar maður fyrst kerti og kertaþræði. Fjórða dæmið væri svo lágvært og ákaft tikkhljóð framan úr vél (gliggliggliggliggligg...). Í sumum vélum er það eðlilegt, í öðrum tilfellum borgar sig að drepa strax á bílnum og athuga stöðu á smurolíu áður en vélin skemmist. Rétt er að taka fram að þetta hljóð getur líka bent á önnur og meiri vandamál ef það hverfur ekki við að bæta smurolíu á vélina. Önnur hljóð sem gefa til kynna að það sé komið að varahlutakaupum eru til dæmis hvinur eða niður aftan úr bílnum (nnniiiiiiiiiiii), sem er merki um afturhjólalegu sem er á síðasta snúningi, og ískur í bremsum (ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ), sem getur til dæmis stafað af óhreinindum á bremsuklossum eða þá að klossarnir, bremsudiskarnir eða –skálarnar eru eyddar. Þegar ískrið í bremsunum er farið að breytast í surg (kkkggghrhhrrrr) eru bremsuklossarnir gjörsamlega búnir og ekki öruggt að keyra bílinn neitt nema á næsta verkstæði. Síðasta dæmið á þessum stutta og ótæmandi lista er gelt frá hjólum bílsins þegar þú keyrir í holur (bonk!) en það stafar oft af ónýtum dempurum. Næst þegar þú ert að keyra skaltu slökkva á útvarpinu og hlusta á bílinn þinn. Lærðu að þekkja öll hljóð í bílnum þegar hann er í lagi. Þá er ekki ólíklegt að þú komir "eyra" á bilun áður en hún fer að hafa veruleg áhrif. Það getur sparað þér tíma á verkstæði og stórar fjárhæðir. Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég hef heyrt að margir blómaeigendur tali við blómin sín. Halda því fram að þau dafni betur. Ég veit ekki hvort hægt er að nota sömu aðferð á bíla en það margborgar sig hins vegar að hlusta á þá. Ef þú lærir að þekkja hljóðin í bílnum þínum heyrir þú strax ef aukahljóð bætist við. Aukahljóð orsakast af breytingu og breytingar í bílum eru sjaldnast af hinu góða. Byrjum á einföldu dæmi. Bíllinn startar hægt (nönn...nönn...nönn...). Hljóðið vísar til rafmagnsleysis. Annað dæmi væri ójafn gangur (brumm brumm hóst brumm). Gæti bent á ranga tímastillingu á kveikju eða vitlausa eldsneytisblöndu. Ef gangurinn er hins vegar mjög grófur og ójafn (hósthóst... hóst... hóst) er mótorinn sennilega ekki að sprengja í öllum strokkum. Þá athugar maður fyrst kerti og kertaþræði. Fjórða dæmið væri svo lágvært og ákaft tikkhljóð framan úr vél (gliggliggliggliggligg...). Í sumum vélum er það eðlilegt, í öðrum tilfellum borgar sig að drepa strax á bílnum og athuga stöðu á smurolíu áður en vélin skemmist. Rétt er að taka fram að þetta hljóð getur líka bent á önnur og meiri vandamál ef það hverfur ekki við að bæta smurolíu á vélina. Önnur hljóð sem gefa til kynna að það sé komið að varahlutakaupum eru til dæmis hvinur eða niður aftan úr bílnum (nnniiiiiiiiiiii), sem er merki um afturhjólalegu sem er á síðasta snúningi, og ískur í bremsum (ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ), sem getur til dæmis stafað af óhreinindum á bremsuklossum eða þá að klossarnir, bremsudiskarnir eða –skálarnar eru eyddar. Þegar ískrið í bremsunum er farið að breytast í surg (kkkggghrhhrrrr) eru bremsuklossarnir gjörsamlega búnir og ekki öruggt að keyra bílinn neitt nema á næsta verkstæði. Síðasta dæmið á þessum stutta og ótæmandi lista er gelt frá hjólum bílsins þegar þú keyrir í holur (bonk!) en það stafar oft af ónýtum dempurum. Næst þegar þú ert að keyra skaltu slökkva á útvarpinu og hlusta á bílinn þinn. Lærðu að þekkja öll hljóð í bílnum þegar hann er í lagi. Þá er ekki ólíklegt að þú komir "eyra" á bilun áður en hún fer að hafa veruleg áhrif. Það getur sparað þér tíma á verkstæði og stórar fjárhæðir.
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira