Viðskipti innlent

Spá allar hækkun stýrivaxta

Greiningadeildir bankanna spá allar að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti í dag um 0,25 til 0,75 prósent en Landsbankinn spáir þó að hækkuninn verði ekki nema 0,50 prósent. Bankinn muni gera þetta í ljósi 4,7 prósenta verðbólgu þegar til tólf mánaða sé litið. Þá er búist við að tilkynnt verði um 0,25 prósenta hækkun í Bandaríkjunum sem hefur áhrif hér. Stýrivextir Seðlabankans hafa snarhækkað upp á síðkastið og eru nú komnir upp í 8,75 prósent. Bankinn mun tilkynna um ákvörðun sína eftir klukkan fjögur í dag, um leið og hann kynnir fyrsta ársfjórðungsrit Peningamála í ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×