Nýtt vor fyrir Sameinuðu þjóðirnar 24. mars 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar hafa oft haft það orð á sér að vera þunglamaleg og svifasein stofnun, sem ekki hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til samtakanna við stofnun þeirra 1945. Nú eru hins vegar horfur á því að breyting verði á, því Kofi Annan, aðalritari Smeinuðu þjóðanna, kynnti í vikunni álit sérfræðinganefndar á vegum samtakanna um breytingar á skipulagi þeirra. Skýrsluna nefnir hann :"Í þágu aukins frelsis". Nefndin skilaði skýrslunni af sér fyrir nokkru, en það er fyrst nú að aðalritarinn tjáir sig um hana og markmið hennar. Í Fréttablaðinu á þriðjudag birtist grein eftir Kofi Annan um þessar breytingar. Það var vor í lofti í New York á mánudag þegar hann ávarpaði Allsherjarþingið og hann sagðist vona að skýrslan boðaði nýtt vor fyrir alþjóðakerfið og Sameinuðu þjóðirnar. Aðalritarinn minnti á upphafleg markmið í sáttmála samtakanna, en þau eru í stuttu máli ; friður, mannréttindi, réttlæti og þróun. Þær breytingar sem gert er ráð fyrir í skýrslu sérfræðinganna eru þær róttækustu sem um ræðir í sögu samtakanna. Mesta athygli hafa vakið þær tillögur sem gerðar eru um breytingar á skipan Öryggisráðsins -- að fleiri þjóðir komi þar að. Þá er gert ráð fyrir sérstöku mannréttindaráði sem komi í stað núverandi mannréttindanefndar og að nýr sáttmáli gegn hryðjuverkum verði samþykktur. Tillögurnar um breytingar á skipan Öryggisráðsins vekja kannski mesta athygli hér á landi vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að stefna að því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Þetta er ákvörðun sem ríkisstjórnin tók fyrir nokkrum árum, og hefur verið nokkuð umdeild. Núverandi utanríkisráðherra Davíð Oddsson ítrekaði í síðustu viku í viðtali við Fréttablaðið að stefna Íslendinga varðandi sæti í Öryggisráðinu væri óbreytt. Nýskipan ráðsins getur hins vegar kollvarpað áformum íslenskra stjórnvalda, og fer það eftir því hvaða leið verður valin í þeim efnum. Mikill kostnaður við setu Íslendinga í Öryggisráðinu hefur vaxið mörgum í augum og þeir af þeim sökum talið óráðlegt að sækjast eftir sætinu. Þetta mál snýst ekki fyrst og fremst um kostnað, heldur hvað við viljum gera i alþjóðamálum og hvort það sé þess virði fyrir okkur að berjast fyrir sæti í ráðinu í tvö ár. Setu í Öryggisráðinu fylgir margskonar ábyrgð og á átakatímum eru fulltrúar þar oft undir mjög miklum þrýstingi. Við eigum að hafa okkar sjálfstæðu afstöðu til mála, en það getur orðið býsna erfitt fyrir smáþjóð þegar átakamál eru uppi á borði í Öryggisráðinu. Kofi Annan vék að ráðinu í grein sinni í Fréttablaðinu og sagði: " Fleiri eiga að koma að Öryggisráðinu, en það þarf líka að vera hæfara og fúsara til að grípa til aðgerða þegar þörf krefur" Í haust verður haldinn leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna og að honum loknum verður væntanlega ljóst hvaða breytingar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna ná fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Sameinuðu þjóðirnar hafa oft haft það orð á sér að vera þunglamaleg og svifasein stofnun, sem ekki hefur staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til samtakanna við stofnun þeirra 1945. Nú eru hins vegar horfur á því að breyting verði á, því Kofi Annan, aðalritari Smeinuðu þjóðanna, kynnti í vikunni álit sérfræðinganefndar á vegum samtakanna um breytingar á skipulagi þeirra. Skýrsluna nefnir hann :"Í þágu aukins frelsis". Nefndin skilaði skýrslunni af sér fyrir nokkru, en það er fyrst nú að aðalritarinn tjáir sig um hana og markmið hennar. Í Fréttablaðinu á þriðjudag birtist grein eftir Kofi Annan um þessar breytingar. Það var vor í lofti í New York á mánudag þegar hann ávarpaði Allsherjarþingið og hann sagðist vona að skýrslan boðaði nýtt vor fyrir alþjóðakerfið og Sameinuðu þjóðirnar. Aðalritarinn minnti á upphafleg markmið í sáttmála samtakanna, en þau eru í stuttu máli ; friður, mannréttindi, réttlæti og þróun. Þær breytingar sem gert er ráð fyrir í skýrslu sérfræðinganna eru þær róttækustu sem um ræðir í sögu samtakanna. Mesta athygli hafa vakið þær tillögur sem gerðar eru um breytingar á skipan Öryggisráðsins -- að fleiri þjóðir komi þar að. Þá er gert ráð fyrir sérstöku mannréttindaráði sem komi í stað núverandi mannréttindanefndar og að nýr sáttmáli gegn hryðjuverkum verði samþykktur. Tillögurnar um breytingar á skipan Öryggisráðsins vekja kannski mesta athygli hér á landi vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að stefna að því að Íslendingar taki sæti í ráðinu. Þetta er ákvörðun sem ríkisstjórnin tók fyrir nokkrum árum, og hefur verið nokkuð umdeild. Núverandi utanríkisráðherra Davíð Oddsson ítrekaði í síðustu viku í viðtali við Fréttablaðið að stefna Íslendinga varðandi sæti í Öryggisráðinu væri óbreytt. Nýskipan ráðsins getur hins vegar kollvarpað áformum íslenskra stjórnvalda, og fer það eftir því hvaða leið verður valin í þeim efnum. Mikill kostnaður við setu Íslendinga í Öryggisráðinu hefur vaxið mörgum í augum og þeir af þeim sökum talið óráðlegt að sækjast eftir sætinu. Þetta mál snýst ekki fyrst og fremst um kostnað, heldur hvað við viljum gera i alþjóðamálum og hvort það sé þess virði fyrir okkur að berjast fyrir sæti í ráðinu í tvö ár. Setu í Öryggisráðinu fylgir margskonar ábyrgð og á átakatímum eru fulltrúar þar oft undir mjög miklum þrýstingi. Við eigum að hafa okkar sjálfstæðu afstöðu til mála, en það getur orðið býsna erfitt fyrir smáþjóð þegar átakamál eru uppi á borði í Öryggisráðinu. Kofi Annan vék að ráðinu í grein sinni í Fréttablaðinu og sagði: " Fleiri eiga að koma að Öryggisráðinu, en það þarf líka að vera hæfara og fúsara til að grípa til aðgerða þegar þörf krefur" Í haust verður haldinn leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna og að honum loknum verður væntanlega ljóst hvaða breytingar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna ná fram að ganga.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun