Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 14. nóvember 2025 10:30 Það er ákveðinn misskilningur að stórar framkvæmdir á borð við jarðgöng og vegagerð séu fyrst og fremst kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Það kemur til af því að slíkar framkvæmdir eru kostnaðartölur í samgönguáætlun en höfum það á hreinu samgönguáætlun fjallar ekki um tekjuhlið ríkissjóðs af eigin framkvæmdum. Ríkið græðir helling af eigin framkvæmdum. Framkvæmdir eru fjárfesting – ekki útgjöld Framkvæmdir eru fjárfestingar sem eignfærast, skapa tekjur, störf og verðmæti á framkvæmdatíma, bæði fyrir ríkið sjálft sem og fyrir samfélagið í heild. Þegar ríkið ræsir stórar samgönguframkvæmdir fer hluti fjármagnsins nær samstundis aftur í ríkiskassann. Virðisaukaskattur, tryggingagjöld, tekjuskattar, gjöld af vélum og ökutækjum, tollar og vörugjöld fyrir utan fjölmörg önnur opinber gjöld sem víða leynast. Áætla mætti að ríkið endurheimti allt frá 25-35 % af kostnaði framkvæmda þegar á framkvæmdatíma. Þá strax myndast hreyfing í efnahagslífinu, þjónusta og verslun vex á framkvæmdatíma fyrir utan þann langtíma ábata samfélagsins og ríkisins af bættum samgöngum og auknum atvinnutækifærum. Þetta er því ekki útgjöld, heldur fjárfesting sem borgar sig margfalt. Þetta gildir til dæmis um Fjarðarheiðargöng og nýjan veg um Öxi. Fyrir íbúa og fyrirtæki í Múlaþingi og á Austurlandi þýðir þetta styttri og öruggari leiðir, minni eldsneytisnotkun og lægri rekstrarkostnað. Fyrir ríkið þýðir það meiri umsvif, auknar skatttekjur og sterkari byggðir. Betri samgöngur eru sannarlega burðarás byggðafestu. Fólk er líklegra til að setjast að þar sem þjónusta og aðgengi eru tryggð, fyrirtæki sjá tækifæri í hraðari flutningum og ferðaþjónustan getur vaxið á traustari grunni. Hver króna sem fer í slíkar framkvæmdir er fjárfesting í framtíð byggðanna. Tíminn er peningar – líka fyrir ríkið Tafir í framkvæmdum kosta peninga. Fyrir hvert ár sem líður án framkvæmda tapar ríkið mögulegum tekjum og störfum. Því fyrr sem verkin verða að veruleika, því fyrr nýtist ávinningurinn fyrir þjóðarbúið. Það er kominn tími til að breyta hugsunarhætti okkar um að samgönguframkvæmdir séu eingöngu gjaldaliðir, framkvæmdir eru tekjulindir – fjárfestingar sem efla atvinnulíf, tryggja öryggi og styrkja ríkissjóð til framtíðar. Spurningin sem eftir stendur er ekki hvort við höfum efni á að ráðast í þessi verk – heldur hvort við höfum efni á að láta þau ógert. Sveitarstjórn Múlaþings stendur þétt saman í því að nýta hvert einasta tækifæri til að vekja máls á mikilvægi Fjarðarheiðarganga og Axarvegar. Það er okkar skýlausa krafa að farið verði strax af stað með útboð og framkvæmdir til að efna gefin loforð við sameiningu sveitarfélagsins. Loforð sem eru sannarlega skrifleg í gildandi samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem er pólitísk og stjórnsýslulega bindandi áætlun, lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og samþykkt af Alþingi. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins og því lágmark að farið sé í þær framkvæmdir sem ítrekað hafa verið samþykktar, enda hefur ríkið tekjur af eigin framkvæmdum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknar í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Múlaþing Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ákveðinn misskilningur að stórar framkvæmdir á borð við jarðgöng og vegagerð séu fyrst og fremst kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð. Það kemur til af því að slíkar framkvæmdir eru kostnaðartölur í samgönguáætlun en höfum það á hreinu samgönguáætlun fjallar ekki um tekjuhlið ríkissjóðs af eigin framkvæmdum. Ríkið græðir helling af eigin framkvæmdum. Framkvæmdir eru fjárfesting – ekki útgjöld Framkvæmdir eru fjárfestingar sem eignfærast, skapa tekjur, störf og verðmæti á framkvæmdatíma, bæði fyrir ríkið sjálft sem og fyrir samfélagið í heild. Þegar ríkið ræsir stórar samgönguframkvæmdir fer hluti fjármagnsins nær samstundis aftur í ríkiskassann. Virðisaukaskattur, tryggingagjöld, tekjuskattar, gjöld af vélum og ökutækjum, tollar og vörugjöld fyrir utan fjölmörg önnur opinber gjöld sem víða leynast. Áætla mætti að ríkið endurheimti allt frá 25-35 % af kostnaði framkvæmda þegar á framkvæmdatíma. Þá strax myndast hreyfing í efnahagslífinu, þjónusta og verslun vex á framkvæmdatíma fyrir utan þann langtíma ábata samfélagsins og ríkisins af bættum samgöngum og auknum atvinnutækifærum. Þetta er því ekki útgjöld, heldur fjárfesting sem borgar sig margfalt. Þetta gildir til dæmis um Fjarðarheiðargöng og nýjan veg um Öxi. Fyrir íbúa og fyrirtæki í Múlaþingi og á Austurlandi þýðir þetta styttri og öruggari leiðir, minni eldsneytisnotkun og lægri rekstrarkostnað. Fyrir ríkið þýðir það meiri umsvif, auknar skatttekjur og sterkari byggðir. Betri samgöngur eru sannarlega burðarás byggðafestu. Fólk er líklegra til að setjast að þar sem þjónusta og aðgengi eru tryggð, fyrirtæki sjá tækifæri í hraðari flutningum og ferðaþjónustan getur vaxið á traustari grunni. Hver króna sem fer í slíkar framkvæmdir er fjárfesting í framtíð byggðanna. Tíminn er peningar – líka fyrir ríkið Tafir í framkvæmdum kosta peninga. Fyrir hvert ár sem líður án framkvæmda tapar ríkið mögulegum tekjum og störfum. Því fyrr sem verkin verða að veruleika, því fyrr nýtist ávinningurinn fyrir þjóðarbúið. Það er kominn tími til að breyta hugsunarhætti okkar um að samgönguframkvæmdir séu eingöngu gjaldaliðir, framkvæmdir eru tekjulindir – fjárfestingar sem efla atvinnulíf, tryggja öryggi og styrkja ríkissjóð til framtíðar. Spurningin sem eftir stendur er ekki hvort við höfum efni á að ráðast í þessi verk – heldur hvort við höfum efni á að láta þau ógert. Sveitarstjórn Múlaþings stendur þétt saman í því að nýta hvert einasta tækifæri til að vekja máls á mikilvægi Fjarðarheiðarganga og Axarvegar. Það er okkar skýlausa krafa að farið verði strax af stað með útboð og framkvæmdir til að efna gefin loforð við sameiningu sveitarfélagsins. Loforð sem eru sannarlega skrifleg í gildandi samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem er pólitísk og stjórnsýslulega bindandi áætlun, lögbundin langtímaáætlun ríkisins um samgöngur og samþykkt af Alþingi. Hún er skuldbinding Alþingis og stjórnvalda gagnvart almenningi og sveitarfélögum landsins og því lágmark að farið sé í þær framkvæmdir sem ítrekað hafa verið samþykktar, enda hefur ríkið tekjur af eigin framkvæmdum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknar í Múlaþingi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar