Sagði að hengja ætti ráðamenn 24. mars 2005 00:01 Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands. Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fyrstu skilaboð skákmeistarans til heimsbyggðarinnar, eftir að hann var látinn laus úr prísundinni í Japan, var að hengja ætti Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Japans. Skákmeistarinn var látinn laus um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma eftir að hafa undirritað yfirlýsingu þess efnis að hann félli frá málsókn á hendur japönskum yfirvöldum. Þar með lauk níu mánaða varðhaldsvist skákmeistarans. Fjöldi blaða- og fréttamanna sat fyrir Audi-bifreið íslenska sendaráðsins í Japan sem flutti Fischer á flugvöllinn. Þegar þangað var komið gaf hann sér þó tíma til að ræða við þá stuttlega. Fischer sagði að hann yrði ekki frjáls fyrr en hann kæmist frá Japan, en í landinu væri ekki farið að lögum og reglu. Fischer sagðist ekki hafa verið handtekinn heldur rænt og að það hefðu verið samantekin ráð George Bush Bandaríkjaforseta og Koizumis, forsætisráðherra Japans, sem væru stríðsglæpamenn sem ætti að hengja. Heyra mátti fagnaðarlæti annarra farþega þegar Fischer gekk í gegnum tollhliðið með nýja íslenska vegabréfið og einn heyrðist hrópa: „Bravó, Bobby.“ Áfram var hann eltur af fréttamönnum sem meðal annars spurðu hvort hann vildi færa forsætisráðherra Japans skilaboð svona í lokin. Hann sló þá á ögn léttari strengi og sagði: „Ég vil þig, ég þarfnast þín, ég elska þig,“ og vitnaði þar til dægurlags með Elvis Presley. Hann sagðist ekkert hafa á móti Japan en að ráðamenn þar væru glæpamenn. Forsætisráðherrann væri bófi sem tæki við skipunum frá Bush forseta. Lögmaður Fischers, Masako Suzuki, sem ætti nú að sjá fyrir endann á störfum sínum fyrir skákmeistarann, kvaddi. Hún sagði að stjórnvöld í Japan hefðu tekið rangt á málinu og sem Japani skammaðist hún sín fyrir þau, sérstaklega eftir að hafa séð framgöngu Íslendinga. Framkoma bandarískra og japanskra yfirvalda hefði verið hörmuleg. Og þar með kvaddi Fischer Japana og hélt með SAS-vél til Kaupmannahafnar áleiðis til nýju heimkynnanna, Íslands.
Bobby Fischer Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira