Viðskipti innlent

Íhuga hækkun hlutafjár

Stjórn Actavis leggur til að veitt verði heimild til að auka hlutafé í félaginu um 450 milljónir króna að nafnvirði. Aðalfundur félagsins er á fimmtudag. Að sögn Halldórs Kristmannssonar, forstöðumanns innri og ytri samskipta hjá Actavis, liggur ekkert fyrir um hvort eða hvenær þessi heimild verði nýtt. Hann segir stjórnina hins vegar hafa hug á að hafa slíkt svigrúm. "Það er í samræmi við stefnu okkar um að stækka með ytri vexti þannig að stjórnin telur rétt að hafa þessa heimild þegar og ef til þess kemur," segir Halldór. Með ytri vexti er til dæmis átt við kaup á nýjum fyrirtækjum inn í samstæðuna og segir Halldór að félagið þurfi að geta brugðist við ef slík tækifæri skapist. Miðað við gengi bréfa í Actavis í gær gæti hlutafjáraukningin skilað félaginu um átján milljörðum króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×