Fyrirtækið GB ferðir, sem sérhæfir sig í borgar-, golf- og skíðaferðum, hefur lækkað helgarverðið á Cumberland Hotel í London frá og með 1. apríl og til og með 31. október á þessu ári.
Á þessum tíma hækka oft verð á hótelum í London talsvert mikið en GB ferðir munu halda sig við 13.900 krónur fyrir tveggja manna herbergi með morgunverði fyrir tvo.
Í lok síðasta árs var hótelið tekið rækilega í gegn og framkvæmdar endurbætur á því fyrir hundrað milljónir punda. Hótelið er fjögurra stjörnu og staðsett við Oxfordstræti og Marble Arch. Hvert herbergi er vel útbúið og má nefna sem dæmi að plasma-sjónvörp eru í öllum herbergjum.
Nánari upplýsingar og myndir af hótelinu er að finna á heimasíðu GB ferða, gbferdir.is.
