Messuhald verður tileinkað páfa 3. apríl 2005 00:01 Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa. Jóhannes Páll páfi annar sat á páfastóli í 26 ár og stýrði kaþólsku kirkjunni í gegnum umbrotatíma í heimssögunni. Hann beitti sér gegn kommúnisma og síðar því sem hann taldi neikvæð áhrif kapítalisma, svo að dæmi séu tekin. Hann var fyrsti páfinn sem messaði í kirkju mótmælenda, steig fæti inn í bænahús gyðinga og mosku. Hann var einnig fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Í Rómarborg er búist við því að pílagrímar hvaðanæva úr heiminum streymi nú til borgarinnar til að vera viðstaddir útför páfa sem verður að líkindum á milli miðvikudagsins og föstudagsins í þessari viku. Aukalestir eru þegar komnar í umferð, drykkjarvatn hefur verið flutt til borgarinnar og þúsundir rúma hafa verið útvegaðar til að unnt sé að hýsa allan mannfjöldann. Talsmenn Páfagarðs hafa greint frá því að lík páfa muni liggja í basilíku heilags Péturs frá morgundeginum svo að almenningur geti vottað honum virðingu sína. 117 kardínálum kaþólsku kirkjunnar um víða veröld verður því næst stefnt til Páfagarðs til páfakjörfundar sem verður að líkindum eftir um hálfan mánuð eða svo. Þeirra bíður það verk að velja eftirmann Jóhannesar Páls. Nokkur nöfn hafa verið nefnd en enginn þeirra sem nefndur hefur verið til sögunnar er talinn sérstaklega líklegur eftirmaður. Sömu sögu var raunar að segja af Jóhannesi Páli þegar hann var valinn á sínum tíma. Í ljósi þess að hann skipaði alla nema tvo þeirra kardínála sem velja eftirmanninn er líkum þó leitt að því að næsti páfi muni haga starfa sínum í anda Jóhannesar Páls.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira