Salan snupruð af stjórnarandstöðu 4. apríl 2005 00:01 Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira