Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað 5. apríl 2005 00:01 Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans. Tugþúsundir manna streyma nú í Péturskirkjuna í Róm til að kveðja Jóhannes Pál páfa II. Gríðarlangar biðraðir hafa myndast úti á Péturstorginu og er búist við að allt að tvær milljónir manna leggi leið sína í kirkjuna fyrir föstudagsmorgun þegar páfinn verður jarðsunginn. Það er vandasamt verk að meðhöndla lík á þann hátt að þau geti staðið uppi í þetta langan tíma. Rúnar Geirmundsson útfararstjóri þekkir til verka og segir að byrja þurfi meðhöndlunina nánast strax eftir andlátið því rotnunin hefjist um leið. Hann segir páfa mjög líklega smurðan eins og gjarnan er gert í heitum löndum. Þá er blóði líkamans skipt út fyrir formalín til að vernda hann gegn rotnun og niðurbroti. Loks er að öllum líkindum kæliplötur undir líkinu til að halda því köldu. Svipaðar aðferðir hafa verið notaðar í Páfagarði við fráfall annarra páfa til að hægt sé að hafa lík þeirra til sýnis fyrir almenning. Og ef vel er að verki staðið geta líkin varðveist jafnvel í áraraðir. Það vakti reyndar mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar jarðneskar leyfar Jóhannesar páfa tuttugasta og þriðja voru grafnar upp til að flytja í aðra gröf að hann leit þá nákvæmlega eins út og daginn sem hann dó, þrjátíu og átta árum áður. Hins vegar mistókst varðveisla páfans þar á undan, Píusar tólfta, svo illilega að skipta þurfti um vaktmenn við líkið á kortersfresti, svo stæk var nályktin. Mikil framþróun hefur orðið síðan þá og Rúnar segist gera ráð fyrir að páfagarður noti nú allt það nýjasta og besta sem boðið er upp á á þessu sviði. Líkið stirðnar við formalínið og því er mikilvægt að búið sé að leggja það til áður, festa hendurnar saman og jafnvel sauma munninn saman. „En það mun að lokum alltaf finnast einhver lykt ... Mjög sennilega kæla þeir hann aftur niður á nóttunni, alveg niður undir frostmark þess vegna, til að reyna að halda honum í „sýningarhæfu“ formi,“ segir Rúnar. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa ásamt Herði Bjarnasyni, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu. Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin klukkan átta að íslenskum tíma. Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, meðal annars Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent