Mælt og borað, heflað og límt 6. apríl 2005 00:01 Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm Nám Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Unaðsleg trélykt mætir vitum þegar komið er inn í húsgagnasmíðadeildina. Þar er mælt og borað, heflað og límt, allt undir stjórn Skjaldar Vatnar verkefnisstjóra. Kvenkynið hefur yfirhöndina í deildinni því af fimm nemendum er aðeins einn strákur. Öll eru samferða í náminu, eiga eina önn eftir þegar þessi er búin. "Þetta eru 100 einingar í skóla og 72 vikur hjá meistara," útskýrir Skjöldur. Sesselja Jónsdóttir er að smíða grind að stórum tungusófa með skemli. Hún stefnir á frekara nám erlendis og þá í hönnun. "Þetta er bara stökkpallur;" segir hún. "Ég vildi kunna að meðhöndla efni og kynnast vinnuferlinu í kringum smíðina áður en lengra væri haldið." Skjöldur segir engum vandkvæðum bundið fyrir þá nemendur sem vilja halda áfram í húsgagnasmíðinni að komast að hjá meisturum þegar þessum áföngum lýkur og hann segir sviðið vítt sem við taki. "Það er svo margt sem húsgagnasmiðir gera," segir hann og telur upp. "Þeir sjá um að innrétta þjónustufyrirtæki og hafa sama rétt og húsasmiðir til að smíða stiga, glugga, hurðir og skápa. Svo fara þeir í sérsmíði og viðgerðir. Það þarf marga húsgagnasmiði til að gera við allt það sem bilar og brotnar í gámum á leiðinni til landsins. Sumir færa sig út í hljóðfærasmíði. Það er til dæmis ekki langur vegur frá stólnum sem hann Marteinn er að smíða út í smíði á gítar. "Það passar," segir Marteinn. "Ég hef smíðað gítar og hann virkar!"Skjöldur Vatnar verkefnisstjóri útlistar námið fyrir blaðamanni og kveðst vera rosalega heppinn að fá að vera innan um unga fólkið.Mynd/VilhelmKarítas Sigurbjörg Björnsdóttir og Sandra Dögg Jónsdóttir. Karítas er að smíða borðstofustól.Mynd/Vilhelm
Nám Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira