Segir lopapeysur í tísku 6. apríl 2005 00:01 Lopapeysur eru móðins segir tískulöggan Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók þátt að velja flottustu peysuna í keppni Áburðarverksmiðjunnar í dag. Lopapeysurnar voru af öllum gerðum og hafði dómnefnd úr vöndu að ráða en úrslit keppninnar verða kynnt á árshátíð sauðfjárbænda á föstudagskvöld. Í dómnefnd ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra eru Sunneva Hafsteinsdóttir hjá Handverki og hönnun, Védís Jónsdóttir, hönnuður hjá Ístexi, Bryndís Eiríksdóttir hjá Handprjónasambandinu og Jóhannes Sigfússon, formaður Landsambands sauðfjárbænda. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og fyrir frumlegustu peysuna. Aðspurður hvernig honum litist á peysurnar sagði Guðni að þær væru glæsilegar og reiknaði með að valið yrði erfitt. Honum hefði verið sagt að 60 keppendur hefðu skilað inn lopapeysum þannig að úr vöndu yrði að ráða. Aðspurður hvort hann prjónaði sjálfur sagðist Guðni því miður ekki gera það en konan sín prjónaði fallegar peysur. Guðni sagði listrænt að prjóna og að íslenska ullin væri dásamleg og gæfi mikla möguleika. Sem betur fer væri sauðkindin, ull og ullarpeysan að komast aftur í tísku. Tilveran Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Lopapeysur eru móðins segir tískulöggan Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók þátt að velja flottustu peysuna í keppni Áburðarverksmiðjunnar í dag. Lopapeysurnar voru af öllum gerðum og hafði dómnefnd úr vöndu að ráða en úrslit keppninnar verða kynnt á árshátíð sauðfjárbænda á föstudagskvöld. Í dómnefnd ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra eru Sunneva Hafsteinsdóttir hjá Handverki og hönnun, Védís Jónsdóttir, hönnuður hjá Ístexi, Bryndís Eiríksdóttir hjá Handprjónasambandinu og Jóhannes Sigfússon, formaður Landsambands sauðfjárbænda. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og fyrir frumlegustu peysuna. Aðspurður hvernig honum litist á peysurnar sagði Guðni að þær væru glæsilegar og reiknaði með að valið yrði erfitt. Honum hefði verið sagt að 60 keppendur hefðu skilað inn lopapeysum þannig að úr vöndu yrði að ráða. Aðspurður hvort hann prjónaði sjálfur sagðist Guðni því miður ekki gera það en konan sín prjónaði fallegar peysur. Guðni sagði listrænt að prjóna og að íslenska ullin væri dásamleg og gæfi mikla möguleika. Sem betur fer væri sauðkindin, ull og ullarpeysan að komast aftur í tísku.
Tilveran Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira