Ein fjölmennasta útför sögunnar 13. október 2005 19:01 Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Í einni fjölmennustu útför sem nokkru sinni hefur farið fram í mannkynssögunni var Jóhannes Páll II páfi lagður til hinstu hvílu meðal forvera sinna í Péturskirkjunni í Róm í gær. Milljónir manna syrgðu páfa úti um allan heim og margir fylgdust með útförinni í beinni sjónvarpsútsendingu, hér á landi sem annars staðar. Hundruð þúsunda kaþólskra pílagríma kölluðu eftir því á Péturstorginu að Jóhannes Páll verði tekinn í dýrlingatölu. "Ég er hér ekki aðeins til að biðja fyrir honum, heldur líka til að biðja til hans, því ég álít hann vera dýrling," hefur AP-fréttastofan eftir Therese Ivers, 24 ára stúlku frá Kaliforníu, sem hélt bandaríska fánanum á lofti í mannmergðinni. Þýski kardinálinn Joseph Ratzinger, sem var náinn samstarfsmaður páfa og er einn hugsanlegra arftaka hans, flutti tilfinningaþrungna líkræðu þar sem rakinn var ferill Jóhannesar Páls frá verkamannstilveru í Póllandi stríðsáranna til andlegs leiðtoga þess eins milljarðs manna sem tilheyra kaþólsku kirkjunni. Ratzinger þurfti um tíu sinnum að gera hlé á ræðunni vegna lófataks útfarargesta. Útfararmessan tók tvo og hálfan tíma. Fyrirmennin frá öllum heimshornum sem voru við útförina endurspegluðu þá miklu breidd trúarbragða og menningarheima sem Jóhannes Páll leitaði eftir samræðu við í nafni friðar, skilnings og virðingar í páfatíð sinni, sem spannaði alls 26 og hálft ár. Þessi fjölbreytni setti sterkan svip á líkfylgdina: Biskupar rétttrúnaðarkirkjunnar í síðum kuflum, rabbínar með jarmúlkur og arabar með köflótta höfuðklúta, Mið-Asíumenn með lambaskinnshúfur og vestrænir leiðtogar í jakkafötum. Alls voru fulltrúar 138 þjóðlanda viðstaddir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra var við útförina fyrir Íslands hönd.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira