Viðskipti innlent

Gerir tilboð í Póllandi

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur, ásamt pólsku fyrirtæki, gert tilboð í símaleyfi í Póllandi fyrir fjórða GSM-kerfið þar í landi og þriðju kynslóð flutningskerfis. Frá þessu greinir í tilkynningu. Tvö önnur erlend fyrirtæki gera tilboð í leyfið og er stefnt að því að velja tilboðsgjafann 9. maí næstkomandi. Þrjátíu og átta milljónir manna búa í Póllandi og fer farsímanotkun þar ört vaxandi. Björgólfur Thor á fyrir fjórðungshlut í búlgörsku símafyrirtæki og tvo þriðju í tékknesku símafyrirtæki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×