Flestir brúa bilið með bílaláni 15. apríl 2005 00:01 "Mjög mikil aukning hefur verið í bílalánum, rekstraleigu og einkaleigu á síðstu árum," segir Björgvin Harðarson, eigandi og sölumaður hjá Bílasölu Íslands. Hann segir lánakjör á bílum í dag hafa breyst mikið, hægt sé orðið að fá 100% lán á eldri bílum og margir farnir að nýta sér það. "Ég tel það góða þróun því fólk er farið að horfa frekar á bíla á því verði sem það ræður við í stað þess að íþyngja sér með greiðslubyrði af nýjum bíl," segir Björgvin. Hann segir að flestir bílar í dag séu keyptir á bílalánum en bílar í ódýrasta verðflokknum á bilinu 100 til 300 þúsund séu alltaf staðgreiddir og það sé fín sala í þeim auk þess fólk sem er 40 ára og eldra borgi bílana án þess að taka lán. "Viss hluti fólks vill aka um á nýjum bíl og skiptir reglulega með því að setja eldri bílinn upp í og greiða mismuninn," segir Björgvin. "Margir sem kaupa bílana á lánum eru fyrst og fremst að horfa í upphæð mánaðarlegra afborgana og kaupa því jafnvel dýrari bíl og nýlegan svo hægt sé að fá lengra lán," segir Björgvin, en eftir því sem bílarnir eru eldri er lánað út á þá í styttri tíma. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L, tekur að nokkru leyti undir orð Björgvins. "Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru hlutföllin þannig að helmingur þeirra sem keyptu bíla hjá okkur staðgreiddi þá eða greiddi með hefðbundnum bankalánum," segir Helga Guðrún. Hún segir fátítt að bíll sé staðgreiddur en eins sé það fátítt að bíll sé tekinn á 100% láni. "Langflestir kaupa bílana sína með því að setja þann eldri upp í, borga hluta og taka afganginn á hefðbundu bílaláni," segir Helga Guðrún. Hún segir að helst sé aukningin í bílasamningum, sem er nýjung á markaðinum. Með slíkum samningi er hægt að taka lán sem nemur 80% af verði bílsins án þinglýsingarkostnaðar en lánveitandi er skráður eigandi bifreiðarinnar þangað til lánið er uppgreitt. "Ástæðan fyrir vinsældum bílasamninganna er líklega sú að þeir þykja hagstæðir, hægt er að áframselja bílinn með bílasamninginn áhvílandi og fólk getur stýrt mánaðarlegu greiðslunni nokkuð með innborgunarhlutfalli," segir Helga Guðrún Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
"Mjög mikil aukning hefur verið í bílalánum, rekstraleigu og einkaleigu á síðstu árum," segir Björgvin Harðarson, eigandi og sölumaður hjá Bílasölu Íslands. Hann segir lánakjör á bílum í dag hafa breyst mikið, hægt sé orðið að fá 100% lán á eldri bílum og margir farnir að nýta sér það. "Ég tel það góða þróun því fólk er farið að horfa frekar á bíla á því verði sem það ræður við í stað þess að íþyngja sér með greiðslubyrði af nýjum bíl," segir Björgvin. Hann segir að flestir bílar í dag séu keyptir á bílalánum en bílar í ódýrasta verðflokknum á bilinu 100 til 300 þúsund séu alltaf staðgreiddir og það sé fín sala í þeim auk þess fólk sem er 40 ára og eldra borgi bílana án þess að taka lán. "Viss hluti fólks vill aka um á nýjum bíl og skiptir reglulega með því að setja eldri bílinn upp í og greiða mismuninn," segir Björgvin. "Margir sem kaupa bílana á lánum eru fyrst og fremst að horfa í upphæð mánaðarlegra afborgana og kaupa því jafnvel dýrari bíl og nýlegan svo hægt sé að fá lengra lán," segir Björgvin, en eftir því sem bílarnir eru eldri er lánað út á þá í styttri tíma. Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri hjá B&L, tekur að nokkru leyti undir orð Björgvins. "Á fyrstu þremur mánuðum ársins voru hlutföllin þannig að helmingur þeirra sem keyptu bíla hjá okkur staðgreiddi þá eða greiddi með hefðbundnum bankalánum," segir Helga Guðrún. Hún segir fátítt að bíll sé staðgreiddur en eins sé það fátítt að bíll sé tekinn á 100% láni. "Langflestir kaupa bílana sína með því að setja þann eldri upp í, borga hluta og taka afganginn á hefðbundu bílaláni," segir Helga Guðrún. Hún segir að helst sé aukningin í bílasamningum, sem er nýjung á markaðinum. Með slíkum samningi er hægt að taka lán sem nemur 80% af verði bílsins án þinglýsingarkostnaðar en lánveitandi er skráður eigandi bifreiðarinnar þangað til lánið er uppgreitt. "Ástæðan fyrir vinsældum bílasamninganna er líklega sú að þeir þykja hagstæðir, hægt er að áframselja bílinn með bílasamninginn áhvílandi og fólk getur stýrt mánaðarlegu greiðslunni nokkuð með innborgunarhlutfalli," segir Helga Guðrún
Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira